-Auglýsing-

Fleiri heilbrigðisstéttir vilja kjarabætur

LSH ofl 008

Aðrar heilbrigðisstéttir fylgjast nú vel með yfirstandandi kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga við Landspítalann. Sjúkraþjálfarar kröfðust í morgun leiðréttinga á sínum kjörum og gera má ráð fyrir að fleiri stéttir fylgi í kjölfarið.

Krafa þeirra rúmlega 250 hjúkrunarfræðinga sem sögðu upp störfum um síðustu mánaðamót er að kjör þeirra verði lagfærð. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir að viðræður um slíkt séu þegar hafnar. Hún segir að fulltrúar félagsins, og fulltrúar Landspítalans hafi hist í síðustu viku og muni hittast mjög ört næstu daga til að reyna að leysa þetta mál.

Þótt uppsagnirnar taki ekki gildi fyrr en 1. mars er stefnt að því að leysa vandann sem fyrst. Elsa bendir á að stofnanasamningar hafi skilað öðrum stéttum umtalsverðum kjarabótum síðustu misseri og það hafi áhrif á kröfur hjúkrunarfræðinga nú. Nú sé menn bara að semja og reyna að átta okkur á hvað skili hjúkrunarfræðingum mestum ávinningi. Frá hennar bæjardyrum séð og hafandi reiknað út hvaða áhrif þessi 32 milljarða niðurskurður á Landspítalanum hafi komið við laun hjúkrunarfræðinga á síðustu árum, þá telji hún að verið sé að tala um umtalsverðar hækkanir, eitthvað yfir 10 prósent.

Á Landspítalanum vinna tæplega 1.350 hjúkrunarfræðingar í um 1.100 stöðugildum. Meðallaun þeirra eru um 520.000 krónur á mánuði. Ef laun þessa hóps væru hækkuð um 10 prósent myndu útgjöld Landspítala aukast um rétt tæpar 700 milljónir á ári. Ljóst er að fleiri stéttir innan spítalans, og raun í heilbrigðisgeiranum, fylgjast vel með yfirstandandi viðræðum og gera sér vonir um sambærilegar kjarabætur, sem augljóslega hefðu áhrif á útgjöld ríkissjóðs. Stéttarfélag sjúkraþjálfara sendi til að mynda frá sér ályktun í morgun. Þar er skorað á Guðbjart Hannesson, velferðarráðherra, að standa við orð sín um að kominn væri tími til að leiðrétta launakjör nokkurra heilbrigðisstétta, þar á meðal sjúkraþjálfara.

www.ruv.is 10.12.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-