-Auglýsing-

Fleiri fá fyrir hjartað

Veruleg fjölgun varð á komum á bráðamóttöku Landspítalans við Hringbraut fyrri hluta þessa mánaðar. Þangað koma einkum þeir sem eru með einkenni frá hjarta eða maga og segist sviðsstjóri á deildinni ekki hafa aðrar skýringar á þessu en aukið álag og áhyggjur vegna kreppunnar.

Már Kristjánsson, sviðsstjóri lækninga á slysa- og bráðasviði, segir að á tímabilinu 3.-9.október hafi komið 25% fleiri sjúklingar á bráðamóttökuna við Hringbraut heldur en sem nemur meðaltali 40 vikna þar á undan.

-Auglýsing-

Í vikunni 10.-16. október hafi enn fjölgað og fjöldinn verið 35% meiri en sem nemur fyrrnefndu 40 vikna meðaltali. Á sama tíma fækkaði þeim sem komu á slysa- og bráðamóttökuna í Fossvogi, sem tekur bæði við slösuðum og þeim sem eru með önnur veikindi en út frá brjóst- og kviðarholi. Nemur fækkunin 5-7% miðað við sömu reikningsaðferðir.

„Við verðum að líta svo á að skýringuna á þessu sé að finna í kreppunni,“ segir Már Kristjánsson.

Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is

Morgunblaðið 21.10.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-