-Auglýsing-

Fisk í matinn – Lisotto

Það er vandfundin sá matur sem er hjartvænni en fiskur. Fiskur fer einstaklega vel í maga og möguleikarnir í matreiðslu eru ótal margir. Lisotto er einn þeirra.

HRÁEFNI

Uppskrift fyrir tvo

Fiskur

-Auglýsing-

250 g lax
25 g smjör
Salt

Risotto

150 g risotto grjón
50 g skalottlaukur smátt skorinn
100 ml rjómi
200 ml vatn
30 g smjör
100 ml hvítvín
50 g rifinn parmesanostur
20 g graslaukur smátt skorinn
Olía

Annað

- Auglýsing-

12 ferskir aspasstilkar bitum
Olía
Smjör

Borið fram með

Parmesan
Sítrónu
Ólífuolíu

AÐFERÐ

Hitið pönnu á miðlungshita og bætið olíu út á. Svitið skalottlauk á pönnunni. Bætið smjöri og risotto grjónum við og steikið í nokkrar mínútur. Passið að hræra vel svo grjónin brenni ekki við.

Bætið hvítvíninu út á pönnuna og látið sjóða niður. Þegar nær allt hvítvínið er soðið niður er vatni bætt rólega saman við. 

Þegar vatn og hvítvín hefur soðið niður er rjómanum bætt við. Hrærið vel svo blandan brenni ekki við.

Þegar risottoið er fullsoðið er parmesanosti og graslauk bætt út á pönnuna. Hrærið vel saman og takið pönnuna af hellunni.

Kryddað með salti og pipar eftir smekk. 

- Auglýsing -

Skerið u.þ.b. 5 mm skurði ofan í laxaroðið.

Kryddið roðið með salti og pipar og steikið á miðlungshita með roðið niður í um 2 mínútur.

Eftir 2 mínútur er smjöri bætt á pönnuna og fiskurinn steiktur í 2 mínútur til viðbótar á roðinu. Gott er að nota skeið til að hella smjörinu yfir fiskinn. Því næst má snúa fisknum og steikja í 3 mínútur áður en hann er tekinn af pönnunni.

Steikið aspasbita í smjörinu af laxinum og saltið eftir smekk.

Berið fram með ólífuolíu, sítrónuberki og rifnum parmesanosti.

Hér má sjá uppskriftina í heild sinni á fiskimatinn.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-