-Auglýsing-

Fiskur í matinn fyrir hjartað

Mataræði er lykilatriði þegar kemur að hjartaheilsu og nú er komið að því að borða fisk.

Við hér á hjartalif.is fögnum samstarfi við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi þar sem markmiðið er einmitt að hvetja fólk til að borða meiri fisk.

Samkvæmt könnun sem Samtökin létu gera vilja margir landsmenn borða meira af fiski. En svo virðist sem fólki detti hreinlega ekki í hug að hafa fisk í matinn, þrátt fyrir að vilja borða meira af honum. Með þetta í huga var á sínum tíma ákveðið að ráðast í átak og hvetja landsmenn til að borða meira af fiski. Alls konar fiski. Auglýsingastofan Brandenburg var fengin til samstarfs og þaðan kom hugmyndin að því að kalla átakið einfaldlega: Fisk í matinn. Því þegar spurt er, hvað eigum við að hafa í matinn, þá blasir svarið við!

Til að auðvelda fólki að matreiða fisk var farin sú leið að nota fisk í rétti sem flestir kannast við. Til dæmis að hafa fisk á pítsu og þá er komin fizza, það sama á við um lasagna, sem verður þá fasagna og fiskur í tacos verður facos, svo ekki sé minnst á hið margrómaða fnitzel. Möguleikarnir eru endalausir.

Það eru ekki ný sannindi að fiskur er einstaklega hjartvænn matur og Landlæknisembættið mælir með því að við borðum fisk þrisvar í viku. Omega-3 fitusýrurar eru mikilvægar fyrir hjartaheilsu og sumar rannsóknir benda til þess að þeir sem borða fisk séu jafnvel léttari í skapi.

Við bendum fólki á að kíkja á heimasíðuna fisk í matinn og fræðast um alla þessa frábæru rétti og fá frabærar hugmyndir.

Þú verður bara að prófa.

- Auglýsing-


Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-