-Auglýsing-

Fékk hjarta úr manni sem framdi sjálfsmorð – giftist ekkjunni og framdi sjálfur sjálfsmorð

Árið 1995 var bandaríski hjartasjúklingurinn Sonny Graham við dauðans dyr og ekkert gat bjargað honum nema nýtt hjarta.

Á síðustu stundu fékkst hjarta handa Graham, en það var tekið úr 33 ára manni, Terry Cottle, sem framdi sjálfsmorð.

Cottle, sem var fjölskyldumaður frá Suður-Karólínu, hafði skotið sig í hálsinn og látist samstundis.

Hjartaígræðslan sem gerð var á Sonny Graham gekk eins og í sögu og ári seinna var hann eins og nýr maður.

Hann hóf þá að skrifa þakkarbréf til fjölskyldu Cottles og árið 1997 hitti Craham hina 28 ára gömlu ekkju hjartagjafans. Þau urðu ástfangin og giftu sig þrátt fyrir að Cottles væri næstum helmingi eldri en eiginkonan.

Samanlagt var parið með tíu börn og fjögur barnabörn en að sögn vina þeirra var Craham yfir sig hamingjusamur.

- Auglýsing-

En svo gerðist eitthvað innra með Graham; í síðustu viku fór hann út í bílskúr með byssu og skaut sig í hálsinn. Eins og Cottle lést Graham samstundis.
Lögregla í Georgiu, þar sem parið bjó, hefur staðfest að um sjálfsmorð var að ræða.

www.eyjan.is 08.04.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-