-Auglýsing-

Endurkoma

Bjossi 2012Í síðustu viku fór ég  í fyrsta skipti niður á Landspítala eftir að ég flutti heim frá Danmörku en þangað hafði ég ekki komið frá því töluvert áður en ég flutti út árið 2009. Ekki að það væri neitt að heldur þurfti ég að fara þangað niður eftir og hreinlega finna hvernig mér liði með það því milli mín og starfsmanna spítalans varð algjör trúnaðarbrestur seinnipart árs 2008.

Þetta var mér erfitt tímabil og mér þótti illa vegið að mér í málaferlunum og þegar kom að því að meta á mér tjónið sem af mistökunum höfðu hlotist.
Risti þessi trúnaðarbrestur svo djúpt að ég treysti mér ekki til að leita til spítalans eftir þjónustu á þeim tíma -eins og ég rek í pistlinum Fjarverandi sem ég skrifaði fyrir tæpu ári síðan- og átti þessi upplifun sinn þátt í því að við ákváðum að flytja af landi brott, hér gæti ég ekki verið.

-Auglýsing-

Sem betur fer þá er mikið vatn runnið til sjávar síðan þá, málinu lokið og við lítum fram á veginn eins og ég skrifaði í pistlinum Sáttin fyrir rúmum mánuði síðan.

En það er af ferðinni minni niður á spítala að frétta að ég notaði tækifærið og spjallaði við fólk og fékk að taka myndir fyrir hjartalíf.is.  Mér var allstaðar tekið með mikilli alúð og hlýju og ég boðin hjartanlega velkominn heim og ef það væri eitthvað sem hægt væri fyrir mig að gera þá væri það sjálfsagt.
Ég satt best að segja komst við á köflum og þótti ótrúlega vænt um hvað mér var vel tekið og hvað ég var eitthvað svo hjartanlega velkominn.
Ég fann það líka að fundurinn sem ég hafði átt með lækninum (sáttin) hafði skipt mig miklu máli og ég virkilega fann inn að hjarta að ég var sáttur og það var ekki vottur eftir af þeim vondu tilfinningum sem hrjáðu mig áður en ég flutti til Danmerkur.

Eins og ég hef nefnt áður hér á hjartalíf var það merkileg upplifun að flytja heim eftir að hafa dvalið í þrjú ár í Danmörku.  Ég finn hvernig dvölin þar hefur gert mér margt gott og gefið mér aðra sýn á lífið og tilveruna og hvað það er sem skiptir mig máli, víkkað sjóndeildarhring minn.
Á sama tíma finn ég hvað er gott að vera heima og hitta fólk á spítalanum sem talar sama tungumál og ég og þó svo að það fylgi því kostir að sækja heilbrigðisþjónustu í Danmörku þar sem allt er til af öllu og að mínu mati fyrirmyndarþjónusta í mínu tilfelli, þá er gott að finna fyrir þessu persónulega og hlýlega viðmóti sem mér þykir svo vænt um hér heima, þetta er mitt fólk.

Takk fyrir að hafa tekið svona vel á móti mér.

- Auglýsing-

Reykjavík 20. nóvember 2012

Björn Ófeigsson 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-