-Auglýsing-

,,Ekki okkur að kenna”

,,Fyrstu viðbrögð kerfisins virðast alltaf vera að þetta hafi verið óhappatilviljun. Þetta hafi ekki verið neinum að kenna,” segir Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður sem um áraskeið hefur rekið og rekur mál sjúklinga sem orðið hafa fyrir tjóni vegna mistaka í heilbrigðiskerfinu. Nokkur slík mál eru nú fyrir dómstólum. “Sjúklingar sem til mín hafa leitað eru samhljóða um að þeir fái hvorki skýringar né upplýsingar.
Þeim finnst starfsfólk forðast sig og upplifa að það sé hreinlega verið að hafna þeim, af því að það gerðist eitthvað sem enginn vill taka ábyrgð á og ræða. Þeim er sjaldnast bent á úrræði eins og lög um sjúklingatryggingu.”

Dögg segir að sér finnist ekki hafa orðið nein breyting á þessu viðhorfi frá því að hún tók fyrsta málið að sér fyrir um áratug. “Ég verð ekki vör við neinar breytingar. Mér finnst til dæmis lögin um sjúklingatryggingar sem tóku gildi 1. janúar 2001 litlu hafa breytt. Það væri eðlilegt þegar eitthvað fer úrskeiðis að sjúklingi væri sagt frá þeim rétti sem hann hefur lögum samkvæmt, en það er sjaldan gert. Framkvæmdin á lögunum er síðan sérkapítuli út af fyrir sig. Þessi lög áttu að verða til þess að auðvelda sjúklingum að fá bætur vegna óhappatilvika en í þeim er gerð krafa um sök og skaðabótaábyrgð á sama hátt og í skaðabótarétti. Það er mín reynsla, og þá miðuð við þau fjölmörgu mál sem ég hef farið með í gegnum bæði heilbrigðis- og réttarkerfið, að mat Tryggingastofnunar ríkisins sé í engu samræmi við það sem löggjafinn ætlaðist til. TR er langoftast sá aðili sem metur tjónið, því ríkið rekur meira og minna heilbrigðiskerfið. Ég hef lent í því með sjúklinga sem fengu miklar aukaverkanir, af því tagi að ég skil ekki hvernig nokkur ætlast til að þeir beri það sjálfir, en var engu að síður synjað um bætur á grundvelli laga um sjúklingatryggingu.

Dögg segist vilja sjá miklar breytingar og þá fyrst á viðhorfinu líkt og sir Liam hafi lagt mikla áherslu á. “Ég vil að það sé gengið að hverju tilviki sem fer úrskeiðis með algjörlega opnu hugarfari en ekki þeirri afstöðu að þetta hafi verið óhapp og ekki okkur að kenna og síðan reynt að finna rökin fyrir því. Mér finnst að þær umsagnir sem ég hef fengið í málum sem ég hef sent til umsagnar Landlæknisembættisins mótist mjög af þeirri afstöðu að hvítþvo heilbrigðisstarfsmenn sem að málum koma. Ég er þess vegna nánast hætt að senda þangað mál til umsagnar.”

Frétt af mbl.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-