-Auglýsing-

„Ekki hægt að útskýra allt með kreppu“

LSH 067„Þetta var ekki auðveld ávörðun. En ég er búin að fá nóg,“ segir Harpa Þöll Gísladóttir, hjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sem sagði starfi sínu lausu í gær vegna lágra launa.

Hún segist hafa gert sér grein fyrir því áður en hún valdi hjúkrunarnámið að hjúkrunarfræðingar væru engin hálaunastétt, en að hún hefði ekki áttað sig á þeirri niðurlægingu sem felist í því að fá svo lág laun í hverjum mánuði. „Það þarf sterkan vilja til að fara í nám þar sem launin eru svona lág. En það sem ég áttaði mig ekki á fyrr en á reyndi var, hvað það er niðurlægjandi að taka við svona lágum launum mánuð eftir mánuð.“

„Ég útskrifaðist árið 2010 og hef unnið sem hjúkrunarfræðingur síðan. Grunnlaunin eru 280.000, það eru laun fyrir fulla dagvinnu, eins og flest fólk vill vinna,“ segir Harpa Þöll.
Vinnur á meðan aðrir sofa

Færsla Hörpu Þallar á Facebook hefur vakið mikla athygli, en þar lýsir hún starfsaðstæðum sínum. „Af alúð og einlægni vildi ég aðstoða og leggja mitt af mörkum í samfélaginu, mennta mig, koma undir mig fótunum og stofna fjölskyldu. Í dag vinn ég við að lina þjáningar annarra og hlúa að og hjúkra veikum einstaklingum. Í starfi mínu tekst ég á við margar áskoranir. Ég ber ávallt hag sjúklinga minna fyrir brjósti, hjúkra þeim eftir bestu getu sama hvað á dynur, nótt sem dag og ég tel mig standa vaktina ágætlega.“    

„Ég vinn á meðan aðrir sofa
Ég kemst ekki heim til fjölskyldu minnar fyrr en ég er fullviss um að ég skili skjólstæðingum mínum í öruggar hendur. Ég nærist ekki í 8 klukkutíma ef einhver þarfnast aðstoð mína. Ég sit við hlið deyjandi 3ja barna föður á meðan þú borðar hamborgarahrygg á aðfangadagskvöld. Ég kem of seint að sækja börnin mín á leikskólann því að bróðir þinn var að greinast með krabbamein og þurfti á mér að halda. Komin 36 vikur á leið stóð ég enn vaktina að nóttu til og aðstoðaði systur þína við að raka af sér hárið sem hún var byrjuð að missa vegna lyfjameðferðar. Ég stend ávallt vaktina ef þú eða þínir nánustu þurfa á mér að halda.“

Ekki hægt að útskýra allt með kreppu

Harpa segir líðan sína því miður ekkert einsdæmi, margir hjúkrunarfræðingar séu að hugsa sinn gang vegna mikils álags og lágra launa. „Það er auðvitað alltaf verið að skera niður og það tekur á fólk. En það er ekki endalaust hægt að útskýra allt með kreppu. Við höfum verið láglaunastétt alla tíð, líka á góðæristímum.“

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-