-Auglýsing-

Ekki bíða, það gæti kostað þig lífið

hond_i_hond.jpgFyrir ekki mörgum vikum síðan hringdi hjá mér síminn. Það er svosem ekki til frásögu færandi nema fyrir þær sakir að í símanum var æskuvinur minn og honum var mikið niðri fyrir. Hann spurði mig hvort ég gæti komið í heimsókn vegna þess að kona hans hefði fengið hjartaáfall nokkrum dögum áður. Ég spurði einskins frekar en snaraði mér upp í bíl.

Á leiðinni var mér hugsað til þess hvað kransæðasjúkdómur er lævís. Þessi kona vinar míns var 44 ára, móðir þriggja barna,  lifir fallegu og rólegu fjölskyldulífi í alla staði og stundar líkamsrækt reglulega. Þeirri hugsun skaut upp í huga mér að það væri afar sorgleg staðreynd að nánast á hverjum einasta degi fær grunlaus manneskja hjartaáfall og því miður bera ekki allar þær manneskjur gæfu til að  lifa það af.

Það er skemmst fá því að segja að það vara afar ánægjulegt að hitta þau hjónin og þrátt fyrir að vera verulega illa brugðið voru allir á lífi og allar líkur á að framundan væri langt og gott líf þrátt fyrir breyttar aðstæður.

Konan hafði verið heima hjá sér og ekki liðið nógu vel með verk fyrir brjósti sem leiddi út í handlegg og fór versnandi. Þegar þú ert 44 ára og ég tala nú ekki um kona þá er kannski sú staðreynd að þú sért að fá hjartaáfall ekki fyrsta hugmyndin sem skýtur upp kollinum. En hvað um það hún ákvað að kíkja inn á hjartalif.is og sjá hvernið þessum verk er lýst og viti menn þetta passaði.

Í snarhasti var farið niður á bráðmóttöku brjóstverkja og að hennar sögn voru verkirnir að verða verri en fæðingahríðir og þá er nú nokkuð mikið sagt. Við komu á bráðamóttöku var umsvifalaust hafist handa við að greina vandan og ákveðið að hún færi þá þegar í hjartaþræðingu.
Við hjartaþræðingu komu í ljós tvær stíflur  sem betur fer á eins hagstæðum stað og hugsast getur og vegna skjótra viðbragða ekki líkur á drepi í hjartavöðva.

Nokkrum dögum síðar fékk hún að fara heim í faðm fjölskyldu sinnar með lemstraðan nára eftir hjartaþræðinguna og nýja fjölskyldusögu sem getur bjargað mörgum mannslífum í framtíðinni.

- Auglýsing-

Enn og aftur fáum við að heyra með raunverulegum dæmum hvað viðbrögð við brjóstverk skipta miklu. Ef þú færð brjóstverk ekki bíða, það gæti kostað þig lífið.

Þekking er raunveruleg forvörn.

Þess er rétt að geta að um svipað leiti bárust mér fregnir af mönnum um fimmtugt sem áður höfðu ekki kennt sér meins svo vitað sé. Þeir létust af völdum hjartaáfalls.

Björn

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-