-Auglýsing-

Lifði án hjartans í 118 daga

Fjórtán ára bandarísk stúlka komst af í 118 daga án líffæris sem margir telja meðal þeirra mikilvægari. Hún hafði ekkert hjarta í allan þennan tíma.

D’Zhana Simmons frá Suður-Karólínu í Bandaríkjunum var ekki kölluð hjartalaus vegna þess að hún væri svo kaldlynd. Í brjósti hennar bærðist einfaldlega ekkert hjarta í tæpa fjóra mánuði. Þessi fjórtán ára gamla stúlka þjáðist af dilated cardiomyopathy sem á íslensku kallast hjartavöðvaslen. Um er að ræða skerta starfsemi vinstri slegils hjartans sem valdið getur dauða án nokkurs fyrirvara.

-Auglýsing-

Læknar við Miami-háskóla fjarlægðu því hjarta hennar og í 118 daga var líf hennar háð tveimur gervihjartahólfum í brjóstholi hennar og dælubúnaði sem var sérsmíðaður í Kaliforníu og dældi blóði hennar viðstöðulaust um líkama hennar. D’Zhana fékk svo langþráða hjartaígræðslu 2. júlí en Adam var ekki lengi í Paradís því líkami hennar hafnaði líffærinu.

Nú í lok október var annað hjarta fundið og grætt í brjósthol hennar og það starfar enn sem skyldi. Hún lýsti þeirri tilfinningu að liggja allan sólarhringinn tengd við vélbúnað sem hélt henni gangandi. Það var eins og að vera ekki alvörumanneskja, mér leið eins og ég væri ekki til, rifjaði hún upp.

Nýja hjartað hennar slær en sá böggull fylgir skammrifi að helmingslíkur eru á að D’Zhana þurfi að taka við fjórða hjartanu fyrir þrítugt.

- Auglýsing-

www.visir.is 21.11.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-