-Auglýsing-

EES getur bjargað fólki af biðlistum

Ólafur Örn Arnarson læknir segir það ótrúlegt hversu fáir íslenskir sjúklingar hafa nýtt sér rétt sinn til að fara í meðferð eða aðgerð á sjúkrastofnunum í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins (EES) á kostnað Tryggingastofnunar ríkisins vegna langra biðlista hér.

„Evrópudómstóllinn hefur kveðið upp úrskurð um rétt sjúklinga til þjónustu. Niðurstaðan var sú að grundvallaratriði Rómarsáttmálans gilda um heilbrigðisþjónustu eins og aðra þjónustu. Fái sjúklingar ekki þjónustu innan eðlilegs tíma geta þeir farið hvert sem er innan ESB á kostnað heimalandsins. Vegna aðildar okkar að EES hafa íslenskir sjúklingar fulla heimild til að fara fram á þjónustu innan EES og ESB en þurfa vottorð um að hún sé nauðsynleg,” bendir Ólafur á.

-Auglýsing-

 Samkvæmt upplýsingum Vilborgar Hauksdóttur, skrifstofustjóra í heilbrigðisráðuneytinu, hefur dómstóll Evrópusambandsins kveðið upp nokkra úrskurði um það hvenær sjúklingur eigi rétt á að fá heilbrigðisþjónustu yfir landamæri. Dómstóllinn taldi í þeim málum sem skotið var til hans að sjúklingar ættu rétt á heilbrigðisþjónustu yfir landamæri en ætíð skyldi tekið mið af heilsufari þeirra og metið hversu lengi þeir gætu beðið eftir þjónustu í heimalandi.

Vilborg segir úrskurðina ekki hafa bein réttaráhrif hér á landi. Hins vegar verði að hafa hliðsjón af þeim við túlkun á íslenskum lögum og EES-samningnum. Beiðnir um aðgerð erlendis eru örfáar.

Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur -ingibjorg@24stundir.is

www.mbl.is 13.12.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-