-Auglýsing-

Dánartíðni lækkað um helming í Evrópu

BrjóstverkurDánartíðni af völdum hjarta og æðasjúkdóma hefur lækkað um meira en helming í næstum öllum Evrópusambandslöndunum samkvæmt nýrri rannsókn.

Í flestum löndum sambandsins hefur verið stöðug lækkun á dánartíðni bæði hjá konum og körlum í öllum aldurshópum á síðustu 30 árum, þrátt fyrir aukningu offitu og sykursýki, samkvæmt frétt BBC um málið.

Samt sem áður vara sérfræðingar við andvaraleysi því mikil munur sé á milli einstakra landa Evrópu.

Kransæðasjúkdómar eru algengasta einstaka dánarorsök í Bretlandi. Einn af hverjum fimm karlmönnum og ein af hverjum átta konum deyja úr sjúkdómnum þar í landi.

Þess má geta að hjarta og æðasjúkdómar eru einnig algengasta dánarorsök Íslendinga en um 700 manns látast úr þessum sjúkdómum árlega, eða tveir á dag að meðaltali. Þetta þýðir að um 40% þeirra sem deyja á hverju ári, deyja úr hjarta og æðasjúkdómum.

Áhættuþættir

- Auglýsing-

Í rannsókninni sem birtist í European Heart Journal, voru skoðuð gögn þeirra sem létust úr hjarta og æðasjúkdómum á árunum frá 1980 til 2009 bæði karla og kvenna í fjórum aldurshópum, undir 45, 45-54, 55-64 og 65 ára og eldri.

Í heildina var stöðug lækkun á dánartíðni þegar allir aldurshóparnir voru teknir saman, var niðurstaða rannsóknarhóps frá Bresku hjartasamtökunum (British heart Foundation Health Promotion Research Group) við Háskólann í Oxford.

Hinsvegar kom í ljós verulegur munur á milli einstakra landa þar sem í ljós kom hækkuð dánartíðni hjá ákveðnum aldurshópum.

Jafnframt vara vísindamennirnir við því að áhættuþættir eins og sykursýki, offita og aukning á reykingum í sumum löndunum gæti haft áhrif á dánartíðni í framtíðinni.

Haft er eftir Dr. Melanie Nichols sem leiddi rannsóknina að þróunin í nokkrum löndum sambandsins sé áhyggjuefni þar sem lækkuð dánartíðni virðist hafa hægt á sér og í örfáum löndum hafi dánartíðni hækkað verulega í afmörkuðum hópum yngra fólks.

Dr. Nichols segir jafnframt að mikilvægt sé að undirstrika að hjarta og æðasjúkdómar séu aðaldánarorsökin í Evrópu og það sé mikilvægt að setja fókus á forvarnir, og berjast gegn reykingum, berjast fyrir bættu mataræði og meiri hreyfingu.

Dánartíðnin lækkaði mest í Danmörku, Möltu, Hollandi, Svíþjóð og Bretlandi hjá báðum kynjum á þessu 30 ára tímabili.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-