-Auglýsing-

Dagur rennur á Hjartagátt

Mynd/ Eydís Eyjólfsdóttir
Mynd/ Eydís Eyjólfsdóttir

Eins og svo oft áður er ég kominn á Hjartagáttina, náði að halda í mér meðan á verkfallsaðgerðum stóð en ekki mikið lengur.

Í dag eru tæp tólf ár síðan ég lá í rúminu hér í horninu á móti mér, þjáður, þreyttur og ráðvilltur. Þá hafði ég verið búinn að vera á spítalanum í sjö tíma og síðustu sex tímana hafði mér ekki verið sinnt mikið.

Þá vissi ég varla hvað hjartaáfall var eða hafði hugmynd um hvaða afleiðingar það myndi hafa á líf mitt um ókomna framtíð, það og að töf varð á réttri greiningu.

Í dag glími ég við afleiðingar þess og í kvöld ligg ég í hinu horninu og vökna aðeins um augun þegar mér verður hugsað þessa unga manns sem vissi svo lítið, enda var ég bara 37 ára þá.

Í dag er ég 48 og verð vonandi 49 í byrjun febrúar ef Guð lofar. Þessi tæp tólf ár hafa fært mér meiri gleði og hamingju en mig hefði grunað þrátt fyrir að hafa verið þyrnum stráð.

Hamingjan býr í hjartanu, fjölskyldunni og fólkinu sem ferðast með manni í gegnum lífið. Fólkið sem maður helst í hendur við í gleðinni og sorginni á ferðalaginu mikla þar sem hamingjustundirnar verða til.

- Auglýsing-

Í dag hef ég fengið bæði góðar og vondar fréttir. Góðu fréttirnar eru þær að allar myndir, ómanir og blóðprufur koma vel út eða eru óbreyttar. Það hefur reyndar ekki alltaf þýtt hjá mér að ekkert sé að. Vondu fréttirnar eru þær að ekkert af þessu hefur skilað neinu sem getur útskýrt ástand mitt, svörin láta á sér standa.

Í dag er ég búinn að vera á Hjartagáttinni í tólf tíma og það er vel hugsað um mig. Mér líður eins vel og manni getur liðið sem veit ekki hvað amar að.

Fólkið er gott og umhugað um að ég hafi það sem best, dregur blóð, mælir, hlustar og veltir vöngum.

Kannski fáum við svar á morgun.

Björn Ófeigsson

 

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-