-Auglýsing-

Covid-19 hefur áhrif á hjartað samkvæmt nýrri rannsókn

COVID-19 kórónuveiran hefur áhrif á hjarta mikils meirihluta þeirra sem sýkjast af veirunni samkvæmt því sem fram kemur á ruv.is. Þar kemur fram að þetta séu niðurstöður nýrrar þýskrar rannsóknar sem bendir til þess að áhrifanna gæti einnig hjá þeim sem sýna einungis væg einkenni.

Danska ríkisútvarpið DR greinir frá og segir að samkvæmt rannsókninni hafi áhrifa á hjartað gætt hjá 78 af 100 einstaklingum sem sýkst höfðu af COVID-19.

Það eru ekki ný sannindi að kórónuveirur og þar með COVID-19 geta haft langvarandi áhrif á þá sem sýkjast. Sumir missa lyktar- og bragðskyn, en aðrir hafa fundið fyrir öndunarerfiðleikum og andþyngslum.

-Auglýsing-

Rannsóknin var birt í fagtímaritinu Jama Cardiology og bendir hún til þess að áhrifa COVID-19 á hjartað gæti eftir að kórónuveiran greinist ekki lengur. Áhrifin eru þá ekki bundin við þá sem þurftu á sjúkrahúsinnlögn á halda.

DR hefur eftir Jens Lundgren, prófessor í smitsjúkdómum við danska ríkissjúkrahúsið, að hann hafi orðið þessa var.

Bólgueinkenni sýnileg hjá 78 af 100

Rannsóknin tók til 100 manns sem hafa þegar jafnað sig á COVID-19, en til samanburðar var hópur sem ekki hafði fengið veiruna. Bólgueinkenni í hjartavöðva voru sýnileg hjá 78 þeirra sem sýktust af veirunni.

Lundgren segir þetta í takt við aðrar sambærilegar rannsóknir. „Það áhugaverða hér er að þeir hafa rannsakað sjúklinga sem ná yfir allan skalann. Áður hefur áherslan verið á þá sem voru lagðir inn. Hér er líka verið að rannsaka þá sem sýndu væg einkenni,“ segir Lundgren og kveður sambærileg einkenni hafa komið fram hjá þeim hópi.

- Auglýsing-

„Það þýðir þó ekki að maður eigi að fyllast áhyggjum hafi maður greinist  jákvæður fyrir kórónuveirunni.“

Einnig þurfi að horfa til heilsufars viðkomandi. „Ef manni líður vel, þá er það gott. Sé maður hins vegar ennþá lasin þá kann þetta mögulega, og ég ítreka að það er mögulega, einn áhrifaþáttur.“

Í greininni komast vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu að þörf sé á ítarlegri rannsóknum á langvarandi áhrifum COVID-19 á hjartað.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-