-Auglýsing-

Clive Clarke á batavegi eftir hjartaáfall

Clive Clarke, írski knattspyrnumaðurinn sem lék með Stoke City lengst af þeim tíma sem félagið var í eigu Íslendinga, er á batavegi eftir að hafa fengið hjartastopp í tvígang þegar hann lék með Leicester gegn Nottingham Forest í enska deildabikarnum í gærkvöld. Clarke spilaði með fjölmörgum Íslendingum í búningi Stoke City fyrir nokkrum árum.

Clarke hneig niður í hálfleik og fékk skjóta læknishjálp, og var fluttur beint á sjúkrahús í Nottingham.

-Auglýsing-

Gary Mellor, umboðsmaður Clarkes, sagði við BBC í morgun að hann vissi ekki hvenær Clarke fengi að yfirgefa sjúkrahúsið. „Clive getur sest upp og talað, en hann gengst undir frekari rannsóknir síðdegis í dag. Læknarnir vilja ekkert segja um hvenær hann verði útskrifaður, og láta ekkert frekar uppi fyrr en þeir vita nákvæmlega hvað gerðist. Það virðist sem hjarta hans hafi stoppað tvisvar og sjúkraliðarnir þurftu að nota rafstuð til að koma því af stað þar sem lífgunartilraunir með blástri skiluðu ekki árangri,” sagði Mellor.

Martin Allen, knattspyrnustjóri Leicester, segir að sjúkraliðar félagsins hafi unnið frábært starf þegar þeir komu Clarke aftur til meðvitundar. “Hann er útkeyrður en getur setið uppréttur og er þeim gífurlega þakklátur,” sagði Allen.

Leiknum var hætt í hálfleik en staðan var þá 1:0 fyrir Nottingham Forest. Clarke er samningsbundinn úrvalsdeildarfélaginu Sunderland en er í láni hjá Leicester.

Clive Clarke er 27 ára gamall og var leikmaður Stoke í níu ár, frá 16 ára aldri, og spilaði 222 leiki fyrir félagið, fjölmarga þeirra með þeim mörgu Íslendingum sem spiluðu með félaginu á fyrstu árum þessarar aldar.

- Auglýsing-

Hann fór til West Ham árið 2005 en kom lítið við sögu þar og hefur verið í röðum Sunderland frá 2006. Þar hefur hann ekki heldur fengið mörg tækifæri og verið lánaður, fyrst til Coventry og nú til Leicester. Clarke hefur spilað 2 A-landsleiki fyrir Írland, sem leikmaður Stoke árið 2004.

www.mbl.is 29.08.2007

 

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-