-Auglýsing-

Brostið hjarta getur valdið hjartaáfalli eða heilablóðfalli

SolseturSorgin sem fylgir ástvinamissi getur aukið hættuna á hjartaáfalli eða heilablóðfalli. Hættan er sérstaklega mikil meðal eldra fólks, frekar karlmanna og er mest fyrstu þrjá mánuðina í kjölfar ástvinamissis. 

Nýleg rannsókn leiddi í ljós að hættan á hjartabilun eða heilablóðfalli er tvöföld fyrsta mánuðinn eftir ástvinamissi. Þessi aukna hætta minnkar þó með tímanum.

Sunil Shah var einn af megin rannsakendum rannsóknarinnar sem gerð var í St Georgs Háskólanum í London, hún segir að sorgin sem fylgir því að vera orðin ekkja/ekkill geti orðið til þess að viðkomandi fylgist ekki eins vel með eigin heilsu. Viðkomandi getur til dæmis gleymt að taka eigin lyf, svo sem kólesteról lækkandi lyf. Stutt hlé á inntöku slíkra lyfja getur aukið hættuna á hjarta- og æðatengdu atviki.

Dr. Shah segir líka að það séu ýmsar rannsóknir sem sýni að sorg geti leitt til ýmissa lífeðlisfræðilegra viðbragða eins og blóðsegamyndunnar, breytinga á blóðþrýstingi, streituhormónum og stjórnun hjartsláttar. Allt þetta getur haft áhrif á aukna hættu á hjartaáfalli og heilablóðfalli í kjölfar þess að missa ástvin.

Talið er að streita tengd sorg geti haft teljandi áhrif á heilsuna, svefnleysi og lítil matarlyst getur veikt ofnæmiskerfið og undirliggjandi sjúkdómar geta komið upp.

Þátttakendur rannsóknarinnar voru 30.000 Bretar á aldrinum 60 – 89 ára sem misst höfðu maka. Niðurstöðurnar voru bornar saman við 84.000 einstaklinga sem áttu maka sem var enn á lífi á þessu tímabili. Rannsóknin leiddi í ljós að 0.16 prósent þeirra sem misst höfðu maka fengu hjartaáfall eða heilablóðfall innan við 30 dögum eftir missinn, samanborið við 0.08 prósent af þeim sem ekki höfðu misst maka. Á sama tímabili var hættan á blóðtappa í lungum 2,5 sinnum hærri hjá þeim sem misst höfðu maka.

- Auglýsing-

Samkvæmt rannsókninni voru 25% meiri líkur á dauðsfalli fyrsta árið eftir ástvinamissi meðal eldra fólks en mesta hættan var þó fyrstu þrjá mánuðina eftir missinn. Önnur rannsókn sem gerð var í fyrra við Cass Business school í London leiddi einnig í ljós aukna hættu á dauðsfalli eftirlifandi maka, og líkurnar voru hærri hjá körlum. Eftir fyrsta árið þá minnkar þessi aukna hætta á dauðsfalli mikið.

Julie Ward er hjartahjúkrunarfræðingur hjá Bresku hjartasamtökunum, hún segir að ástvinamissir sé tilfinningalega erfiður tími. Við slíkar aðstæður getur streitan verið kveikja að hjartaáfalli eða heilablóðfalli, en hún segir það þó aðallega eiga við þá sem eru með undirliggjandi hjartasjúkdóm. Ráðlagt sé að fá aukin stuðning frá fjölskyldu og vinum, þá sérstaklega fyrstu mánuðina í kjölfar ástvinamissis þar sem streitan er sérstaklega mikil. Hún segir það mikilvægt að hugsa vel um sig á þessum tíma.

Vísindamenn hafa sagt að skilnaður, aðgerðir og jafnvel það að vinna í lottóinu séu atburðir sem eru jafnlíklegir og sorg til að vera kveikja að hjartaáfalli. Alexander Lyon, hjartasérfræðingur við Royal Brompton spítalann í London segir að undirliggjandi ástæðan fyrir þessu sé líklega of mikið af adrenalíni. Hann segir adrenalín og aðra hormóna vera góða í lágu til miðlungs magni því þeir láta hjartað pumpa hraðar, sem er oft mikilvægt eins og þegar maður er í einhverskonar líkamsrækt. En hjá sumu fólki geti mikið magn af adrenalíni haft mjög slæm áhrif á hjartað.

Mikilvægt er að læknar, vinir og fjölskylda séu meðvituð um þessa auknu hættu á hjartaáfalli og heilablóðfalli og geti þannig séð til þess að fylgst sé með viðkomandi og að stuðningur sé eins góður og hægt er á þessu tímabili í kjölfar ástvinamissis.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-