-Auglýsing-

Bretar misskilja lyfjaleiðbeiningar

Fimmti hver Breti viðurkennir að hafa misskilið leiðbeiningar um notkun lyfseðilsskyldra lyfja. Dæmi eru um að astmalyfi hafi verið sprautað á kött. 

Lyfjaneysla Breta hefur vaxið mikið á undanförnum árum, ný könnun yfirvalda sýnir að tvöfalt fleiri lyfseðlar eru gefnir út í dag en fyrir áratug síðan. 2 af hverjum þremur eru skrifaðir handa fólki yfir sextugu og fá einstaklingar í þeim hópi að meðaltali 42 uppáskriftir á ári. Inntaka allra þessara meðala er hins vegar ekki vandræðalaus.
Önnur könnun sem lyfjabúðakeðjan Lloydspharmacy gerði á meðal 2000 viðskiptavina sinna og kynnt var í vikunni leiddi í ljós að fimmti hver aðspurðra hefur einhvern tímann misskilið leiðbeiningar með lyfjum sínum eða hundsað þær með öllu. Afleiðingarnar eru þær að lyfin eru tekin í röngum skömmtum eða á röngum tíma sem getur spillt fyrir meðferðinni og jafnvel reynst stórhættulegt. Einn af yfirmönnum keðjunnar viðurkenndi í samtali við Breska ríkisútvarpið að leiðbeiningarnar virtust á stundum of flóknar, sérstaklega fyrir eldra fólk sem tekur mörg lyf í einu. Nefndi hann sem dæmi sjúkling sem hafði ruglað öllum lyfjaskammti sínum saman þannig að í marga mánuði hafði hann byrjað daginn á að taka inn vænan skammt af svefntöflum. Þá hafði keðjan spurnir af manni sem þjáðist af astma og taldi að heimiliskötturinn bæri nokkra ábyrgð á því. Í stað þess að úða astmalyfinu í vit sér eins og kveðið er á um í leiðbeiningunum sprautaði maðurinn því á köttinn. Af þessum sökum hvetja lyfjabúðirnar til þess að fólk lesi nákvæmlega leiðbeiningar sem fylgja lyfjunum og þeir sem taki mörg meðul á löngu tímabili ráðfæri sig reglulega við lyfjafræðing.

www.ruv.is 04.08.2008

 

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-