-Auglýsing-

Bann getur bjargað mannslífum

Þórarinn Guðnason hjartalæknir vill að Alþingi samþykki þingsályktunartillögu um að banna matvöru sem er auðug af transfitusýrum. Bannið geti komið í veg fyrir allt að þrjátíu dauðsföll á ári.
Danir hafa bannað matvöru sem inniheldur meira en tvö grömm af transfitusýrum í 100 grömmum. Siv Friðleifsdóttir alþingismaður hefur þrívegis lagt fram þingsályktunartillögu um að Íslendingar fylgi fordæmi Dana. Sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd hefur tillöguna til umfjöllunar. Þórarinn segir transfitusýrur afar skaðlegar heilsunni.

,,Það er þekkt að fimm grömm af transfitusýrum getur aukið hættu á hjarta- og æðasjúkdómum um 25%, sem er verulegt,” segir Þórarinn.

Danski læknirinn Steen Stender hefur rannsakað magn transfitusýra í örbylgjupoppi. Alls reyndust vera fjórtán grömm af transfitusýru í einum poka af ákveðinni tegund örbylgjupopps. Steen segist ekki hafa fundið meira af transfitusýrum í nokkurri pakkaðri matvöru í þeim 50 löndum sem hann hefur skoðað. Þórarinn er hlynntur því að bannaður verði matur auðugur af transfitusýrum enda hafi Steen bent á að með því megi koma í veg fyrir allt að þrjátíu dauðsföll á ári.

,,Þannig að ég vil, Læknafélagið og Hjartasjúkdómafélag íslenskra lækna hvetja þingmenn til þess að girða sig í brók og samþykkja þessa þingsályktunartillögu vegna þess að ég held að það séu fá mál sem liggja fyrir þinginu núna, þrátt fyrir efnahagserfiðleika og annað slíkt sem geti bjargað þetta mörgum mannslífum á ári.”

www.ruv.08.11.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-