-Auglýsing-

„Ástandið þaggað niður“

„ÉG upplifi þetta eins og verið sé að þagga ástandið niður,“ segir Birkir Högnason, formaður ungliðadeildar Sjúkraliðafélags Íslands, sem kallaður var nýverið til fundar með Álfheiði Ingadóttur heilbrigðisráðherra eftir að stjórn deildarinnar sendi frá sér harðorða ályktun um aukið álag á sjúkraliða á Landspítalanum, LSH. Í ályktuninni var þeim orðum heilbrigðisráðherra á opinni ráðstefnu mótmælt að álag á starfsfólk Landspítalans hefði ekki aukist.

Á fundinum með ráðherra var Birki tilkynnt að óskað hefði verið eftir áliti landlæknis á öryggismálum á LSH og í byrjun þessarar viku óskaði landlæknir eftir umsögn frá stjórn ungliðadeildarinnar. Þarf að skila þeirri umsögn fyrir morgundaginn, sama dag og landlæknir hyggst skila ráðherra áliti sínu, að sögn Birkis.

Hann segir sjúkraliða hafa miklar áhyggjur af því að öryggi þeirra í starfi sé ógnað. Búið sé að fækka sjúkraliðum á mörgum deildum spítalans og ekki sé mannskapur kallaður út í forföllum sjúkraliða nema í algjörum undantekningartilfellum. Við þessar aðstæður aukist hætta á mistökum í starfi og um leið sé öryggi sjúklinga ógnað líka. Á þetta var einmitt minnst í umræddri ályktun og segir Birkir að heilbrigðisráðherra hafi lýst óánægju sinni með það. Sömuleiðis hafi ráðherra lýst óánægju með ummæli formanna Sjúkraliðafélagsins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í svipaða veru, þ.e. að álag á starfsfólk spítalans hefði aukist.

Birkir hefur síðustu daga heimsótt flestar deildir spítalans. „Ástandið er misjafnt eftir deildum en almennt er það mjög slæmt,“ segir Birkir og nefnir sem dæmi tvær legudeildir í Fossvogi. Þar sé farið að bera á forföllum sjúkraliða vegna álagstengdra veikinda og svipaða sögu megi segja um Grensásdeild. Þar sé gríðarleg undirmönnun, ekki bara hjá sjúkraliðum heldur einnig hjúkrunarfræðingum.

Eftir Björn Jóhann Björnsson

bjb@mbl.is

- Auglýsing-

Morgunblaðið 17.12.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-