-Auglýsing-

Af hjartveiki í Vatnsmýri

rvk loftmynd6Halldór Halldórsson skrifar pistil í Fréttablaðið í dag þar sem honum er þungt fyrir hjarta. Sjónarmiðin sem þar koma fram eiga fullan rétt á sér enda er flugvallarmál í Vatnsmýri stórt mál sem þarf að finna lausnir á til lengri tíma og eðlilegt fólk hafi á því skoðanir.

Ég er hinsvegar ekki sammála Halldóri um að málflutningur fylgismanna flugvallarins sé ósvífinn, frekjulegur áróður og afleiðurök.

Þetta eru sannar sögur af fólki sem hefur lent í skyndilegum alvarlegum veikindum sem þarfnast skjótrar og tafarlausrar meðhöndlunar og hver mínúta telur. Með öðrum orðum dæmisögur af því hvað flugvöllurinn er mikilvæg lífæð og nálægðin við LSH skiptir miklu máli.

Það vill svo til að um þriðjungur þeirra sem fluttir eru í skyndi með sjúkraflugi eru með einkenni frá hjarta, það liggur því í hlutarins eðli að hjartað sé táknmynd í baráttu þeirra sem eru fylgjandi því að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýri.

Það hefði verið mikið slys ef skipulagstillögur borgarinnar hefðu gengið í gegn mótbárulaust að mínu mati og uppi hefði verið mjög alvarleg staða í málefnum sjúkraflugs í landinu.

Það má vel vera að á næstu örfáu áratugum finnist lausn sem verði til þess að hægt verði að flytja flugvöllinn án þess að það bitni á sjúkraflugi . Aðalatriðið er þetta, sú lausn er ekki fundinn ennþá.

- Auglýsing-

Ég skil fólk sem vill losna við flugvöllinn en ég tel mikilvægt að heildarmyndin sé skoðuð með það að leiðarljósi að það sé fundin langtímalausn sem fólk getur unað við.

Ég hef ekki þekkingu til að meta í hverju sú lausn á að vera fólgin. Hvort lausnin felist í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni eða nýju flugvallarstæði.

Báðar lausnirnar virðast fjarlægar á þessari stundu þar sem mikla fjármuni og mannafla þarf til þess og hvorugt virðist liggja á lausu nú um stundir.

Kannski felst lausnin í því að endurskoða staðsetningu nýs sjúkrahúss með tilliti til flugvallarins.

Það er mikið rétt hjá Halldóri að þetta er skipulagsmál, en þetta er ekkert venjulegt skipulagsmál borgarinnar því þetta er mál sem hefur mikla þýðingu fyrir alla landsmenn.

Þetta er tilfinningamál bæði fyrir fylgjendur flugvallarins og þá sem vilja flugvöllinn í burtu. Að mínu mati er það mikil einföldun að þetta sé bara eins og hvert annað skipulagsmál og komi bogarbúum einum við.

Þetta er mál sem er þannig vaxið að við verðum að ná um það sátt í sameiningu til framtíðar.

Björn Ófeigsson

- Auglýsing -

Hér má lesa pistil Halldórs Halldórssonar í Fréttablaðinu í dag.

Mynd af vef Isavia

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-