-Auglýsing-

Sambúðin við hjartað

HjartaskotÍ hugum okkar flestra er hjartað tengt tilfinningum og margt af því sem okkur er kærast kemur við hjartað eins og sagt er enda hjartað verið yrkisefni okkar mannfólksins í gengum aldirnar.

Það er full ástæða til að mæra hið merkilega líffæri sem hjartað er því hjartað er það líffæri sem fyrst gerir vart við þegar nýtt líf kviknar í móðurkviði og það er vel við hæfi að hjartað sé eitt það síðasta sem stoppar þegar við yfirgefum þessa veröld.

-Auglýsing-

Eftir að ég veiktist þá varð ég meðvitaðri um hjartað mitt og tók betur efti því hvenrig því leið. Hjartað og ég höfðum átt í sambúð í 37 ár á þessum tíma og sú sambúð hafði oft á tíðum verið nokkuð stormasöm.

Ég hafði t.d. ekki alltaf veitt hjartanu mínu nægjanlega hvíld sem gerði það að verkum að stundum fann ég hvernig því var misboðið og takturinn sem annars var góður tók smá kipp eins og það væri að sleppa úr einu og einu slagi. Seinna komst ég að því að sú tilfinning þýðir að hjartað var líklega að taka aukaslög.

Stundum var mikið álag og þá fann ég hvernig hjartað slóð hraðar, adrenalínflæðið jókst og það puðaði svolítið. Svo voru önnur tímabil í lífi mínu þar sem ég var duglegur í ræktinni og hugaði vel að því sem ég borðaði , hvíldi mig vel og þá malaði þessi elska eins og köttur og vellíðanin smitaði út um allann kroppinn.

Svo voru það ástarsorgirnar, þá fann ég stundum hvernig hjartað fann til svo nísti inn að merg og beini.

- Auglýsing-

Það er raunverulega satt og rétt að ástarsorg og makamissir auk streitunnar sem fylgir í kjölfarið getur hreinlega verið banvæn. Það kemur til af hinu svokallaða „hjartasorgarheilkenni“ (broken heart syndrome).

Rannsóknir hafa sýnt fram á að líkurnar á hjartaáfalli aukast allt að tífalt á fyrstu 48 klukkustundunum eftir að fólk missir ástvin eða lendir í slæmri ástarsorg.

Fólk með fullkomlega heilbrigt hjarta getur með öðrum orðum fengið hjartaáfall, einfaldlega af sorg og streitu.

Við slíkt áfall gerist allt annað í hjartanu en við venjulegt hjartaáfall sem orsakast af undirliggjandi hjartasjúkdómum.

Neðri hluti hjartans bólgnar upp og það hættir að geta dælt blóði á eðlilegan hátt um líkaman sem fær þar af leiðandi ekki nóg af súrefnisríku blóði. Þetta getur valdið einkennum eins og við hjartaáfall eins og andnauð, verkjum og jafnvel meðvitundarleysi. Í alvarlegustu tilfellunum getur áfallið leitt til dauða, líkt og hjartaáfall af völdum hjartasjúkdóma, þar sem líkaminn og heilinn fá ekki nóg súrefni til að starfa, um þetta eru til fjölmörg dæmi.

Þetta er sem betur fer þó ekki algengt. Flestir sem þjást af „hjartasorgarheilkenninu“ jafna sig á nokkrum vikum án þess að hljóta varanlegan skaða af.

„Hjartasorgarheilkennið“ lætur þó ekki bara á sér kræla við ástvinamissi heldur getur það líka komið fram í kjölfar annarra streituvaldandi aðstæðna og áfalla líkt og skilnaðar, sambandsslita, aðgerða og jafnvel eftir að hafa unnið stóran lottóvinning.

Talið er að ástæðan fyrir heilkenninu sé ofurflæði adrenalíns á skömmum tíma.

- Auglýsing -

Fólk þolir adrenalínið misvel og of mikið flæði þess um líkamann getur hreinlega valdið eitrunaráhrifum í hjartavöðvanum við ákveðnar aðstæður.

Það er gott að lifa í sátt við hjartað, hlusta á það og taka tillit til þess þegar það lætur okkur vita að ekki sé allt með felldu, þar finnum við hvernig lífið leikur okkur eða leikur við okkur. Sennilega er hjartað besti mælikvarðin á það hvenær við eigum að huga að okkur sjálfum og leita inn á við, við þurfum bara að læra að lesa merkin.

Björn

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-