-Auglýsing-

Aðgerðum ítrekað frestað

Yfirlæknir gjörgæsludeildar Landspítalans við Hringbraut segir húsnæðisskort geta sett sjúklinga í hættu. Ekki sé hægt að bíða eftir nýju sjúkrahúsi. Ráðherra útilokar ekki að flýta viðbyggingu gjörgæsludeildar.
Gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut býr við mikinn húsnæðisskort. Ástandið er orðið það alvarlegt að Alma Dagbjört Möller, yfirlæknir gjörgæslulækninga, segir ekki hægt að bíða þar til deildin verði flutt í nýtt sjúkrahús sem á að byggja. Finna verði bráðabirgðalausn hið fyrsta.

Alma segir að ítrekað hafi þurft að fresta aðgerðum á sjúklingum af því að ekki var hægt að koma þeim fyrir í sjúkrarúmum á gjörgæsludeild eftir aðgerð. Þá séu alþjóðlegar kröfur um lágmarksrými fyrir hvern sjúkling engan veginn uppfylltar. Hver sjúklingur fái um fjórtán fermetra pláss en það eigi að vera minnst 25 fermetrar svo koma megi tækjum fyrir með góðu móti.

-Auglýsing-

Lyfjaherbergi deildarinnar er 2,4 fermetrar að stærð og segir Alma það ekki við hæfi á deild sem byggi á flóknum lyfjagjöfum. Þá þurfi að geyma dýr tæki deildarinnar víðs vegar um húsið, jafnvel á göngum þar sem tækjageymsla rúmi aðeins brot af þeim búnaði sem þarf. Alma hefur sjálf látið aðstandendum sjúklinga eftir skrifstofu sína. „Gjörgæsludeild er sérstök að því leyti að þar dvelja ættingjar sjúklinga mjög mikið og gista oft á spítalanum.”

Alma segir starfsfólki gjörgæslunnar mjög annt um sína sjúklinga en þröngur og óviðunandi húsakostur geri því mjög erfitt fyrir. Sjálf hefur Alma teiknað bráðabirgðalausn fyrir deildina. Hún felst í því að afar einföld viðbygging yrði sett ofan á þak röntgendeildar. Byggingin yrði notuð fyrir geymslur, aðstöðu fyrir starfsfólk og aðstandendur. Tillögur hennar eru nú til umsagnar hjá húsafriðunarnefnd.

„Það er spurning hversu lengi er hægt að bíða. Sjúklingum fjölgar og aðgerðirnar verða sífellt flóknari og hafa í för með sér fleiri nauðsynleg tæki sem sjúklingarnir þarfnast. Hér eru veikustu sjúklingar spítalans og þessi óviðunandi aðstaða getur skapað hættu fyrir sjúklinga auk þess sem hún reynir verulega á starfsfólk,” segir Alma.

Guðlaugur Þór Þórðarson heilbrigðisráðherra kveðst vita af húsnæðisvanda heilbrigðisstofnana. Hann vill ekki útiloka að þrýst verði á um að flýta viðbyggingu gjörgæsludeildar en segir að ný aðstaða verði ekki hrist fram úr erminni. – kdk

- Auglýsing-

Fréttablaðið 20.11.2007

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-