Nú hefur verið bent á tengsl á milli þarmabólgusjúkdóma og hjarta og æðasjúkdóma og því rétt fyrir þá sem þjást af þessum sjúkdómum að fara að huga að áhættuþáttum hjarta og æðasjúkdóma til að minnka líkur á áföllum í framtíðinni.
Fólk sem hefur bólgusjúkdóm í þörmum, svo sem eins og sáraristilbólgu og Crohns sjúkdóminn, kann að vera í meiri áhættu gagnvart heila og hjartaáfalli, samkvæmt því sem endurskoðun á rannsóknum bendir til. Vísindamenn á Mayo Clinic í Bandaríkjunum hafa komist að því að bólgur í þörmum auki hættu á hjarta og heilaáfalli um 10 til 25 prósent.
Niðurstöðurnar eru byggðar á gögnum frá 150.000 manns sem svona var ástatt fyrir og höfðu tekið þátt í níu rannsóknum, en niðurstöðurnar voru kynntar á ársfundi American College of Gastroenterology.
„Meltingarlæknar ættu að vera meðvitaðir um þetta samband og ættu að einbeita sér að því að ná betri stjórn á hefðbundnum áhættuþáttum, svo sem koma í veg fyrir reykingar, vera meðvitaðir og hafa eftirlit með háþrýstingi og sykursýki,“ segir vísindamaðurinn Siddharth Singh, M.B.B.S. í yfirlýsingu.
Þarmabólgu verður oftast fyrst vart á aldrinum 15 – 30 ára, þar sem eitt af hverjum tíu tilvikum koma í ljós fyrir 18 ára aldur, samkvæmt því sem fram kemur hjá, Centers for Disease Control and Prevention sem hefur að gera með sjúkdóma og forvarnir í Bandaríkjunum.
Þó gögn um tíðni séu ekki sterk vegna þátta eins og rangra greininga, tók stofnunin eftir því að svo virtist sjúkdómurinn hefði áhrif á 1,4 milljónir Bandaríkjamanna. Þetta er því stór hópur og vitað er að kostnaðurinn við sjúkdóminn er um 1,7 milljarðar bandaríkjadala.
Þýtt og endursagt af Huffington Post.
Björn Ófeigs