-Auglýsing-

Töpuðu tugum milljóna

Neistinn, Styrktarsjóður hjartveikra barna hefur höfðað mál gegn gamla Landsbankanum. Sjóðurinn tapaði tugum milljóna króna í bankahruninu.

Sjóðurinn hefur á undanförnum árum styrkt 20 til 25 fjölskyldur hjartveikra barna. Neistinn tapaði 28 milljónum króna í bankahruninu en sjóðurinn ávaxtaði peninga sína hjá eignastýringu gamla Landsbankans. Formaður sjóðsstjórnar segir að samningurinn hafi verið þverbrotinn. Því hafi verið ákveðið höfða mál á hendur gamla Landsbanka. Samkvæmt samningnum átti bankinn að ávaxta 90% af fé sjóðsins í ríkisskuldabréfum eða skuldabréfum sveitarfélaga.

-Auglýsing-

Guðrún Pétursdóttir, formaður Neistans, segir að tapið komi illa niður á þeim fjölskyldum sem sjóðnum er ætlað að styrkja. Mál Neistans verður tekið fyrir í Héraðsdómi á þriðjudag.

 

- Auglýsing-

www.ruv.is 30.08.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-