-Auglýsing-

Poppkorn er hollt – eða hvað?

Nýjar rannsóknir virðast sýna fram á, að poppkorn sé meinholt þar sem sprunginn maís inniheldur mikið af andoxunarefnum, sem dregur úr myndum skaðlegra efna í líkamanum. Eru andoxunarefni talin vernda líkamann gegn m.a. krabbameini og hjartasjúkdóma.

Vísindamenn í Pennsylvaníu, sem gerðu rannsóknina, segja að mikið magn af andoxunarefnum í poppkorni stafi væntanlega af því að poppmaís er ekki unnin matvara. Því fylgi öll hollu efnin, sem finnast í maísnum með þegar hann er sprengdur.

-Auglýsing-

Danska blaðið Berlingske Tidende ber þetta undir næringarfræðinginn Preben Vestergaard Hansen, sem vill ekki skrifa undir fullyrðingar um að poppkorn sé hollt. Það sé 501 hitaeining í 100 grömmum af poppi, nærri jafn mikið og í súkkulaði og kartöfluflögum og því sé þetta ekkert megrunarfæði.

Hann segir einnig, að vilji fólk borða poppkorn sé best að búa það til heima. Í örbylgjupopppokum sé um það bil 25 grömm af fitu í hverjum 100 grömmum af poppkorni en um 20 grömm ef poppkorn er búið til í potti.  Þá sé hluti af fitunni í örbylgjupoppkorni óhollar mettaðar fitusýrur en lagi fólk poppkornið heima geti það notað matarolíur sem innihalda ómettaðar fitusýrur.

- Auglýsing-

„En ég mæli nú frekar með ávöxtum og grænmeti vilji fólk fá sér snarl,” segir Hansen.

www.mbl.is 23.08.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-