-Auglýsing-

Þriðja hjartaþræðingartækið hjá Landspítala

Þriðja hjartaþræðingartækið hefur verið tekið í notkun á hjartaþræðingarstofu Landspítala.  Segir sjúkrahúsið, að nú standi vonir til að biðlistar eftir hjartaþræðingum og kransæðavíkkunum heyri brátt sögunni til.

Árið 2007 voru tæplega 1800 þræðingar og tæplega 700 víkkanir á hjartaþræðingarstofu Landspítala. Nærri lætur að þeim fjölda sé þegar náð fyrir þetta ár. Hjartaþræðingar eru nú á tveimur stofum og sú þriðja er aðallega notuð fyrir raflífeðlisfræðilegar rannsóknir og meðferð, ígræðslur gangráða o.fl.
 
Byrjað var að nota nýju hjartaþræðingarstofuna snemma í nóvember og hefur á fimmta tug sjúklinga verið þræddur þar. Stofan er sambyggð núverandi tveimur hjartaþræðingarstofum á hjartaþræðingareiningu hjartadeildar á jarðhæð á Landspítala Hringbraut,  byggð inn í húsnæði sem verið hefur hluti af vörumóttöku spítalans.

-Auglýsing-

Áætlaður heildarkostnaður við nýju hjartaþræðingarstofuna nemur nú um 220 milljónum króna  en af þeirri upphæð greiðir Landspítali kostnað við breytingu á húsnæði sem er áætlaður um 5 milljónir króna.

Tækjabúnaðurinn er að langmestu leyti keyptur fyrir gjafafé. Tækið sjálft kostar 120 milljónir króna. Gjafa- og styrktarsjóður Jónínu S. Gísladóttur gaf 63 milljónir til kaupa á tækinu og Landspítali lagði fram tæpar 6 milljónir.  Eftirstöðvar greiðslu eru um 40 milljónir án virðisaukaskatts sem koma til greiðslu snemma á næsta ári.

- Auglýsing-

Samtökin Hjartaheill gefa annan búnað í hjartaþræðingarstofuna og Landspítali leggur fram á móti. Heildarkostnaður er um 52 milljónir króna. Eftirstöðvar greiðslu eru um 11 milljónir án virðisaukaskatts sem koma til greiðslu snemma á næsta ári.

www.mbl.is 28.11.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-