Til faglegrar athugunar
Kristján segir að næsta skref embættisins sé að taka út þá starfsemi sem Hjartamiðstöðin lýsir í erindi sínu. „Þetta er spurning um það hverjir standa að þessu og hvort þeir hafa réttindi til þess. Svo verður húsnæði og tæki tekin út,“ segir Kristján og bætir við að mögulega gæti embættið sett sem skilyrði fyrir starfsleyfi að aðgangur að spítala í neyðartilvikum yrði tryggður með samningum. Kristján bendir á að það sé þó á endanum Heilbrigðisráðuneytið sem ákveði hvort rekstur af þessu tagi sé heimilaður. Gestur segir að hjartadeildin hafi ekkert komið að málinu.
Biðlistinn að styttast
Gestur segir að auknu fjármagni hafi verið veitt til þeirra á árinu og að biðlistinn eftir hjartaþræðingum hafi styst töluvert. „Svo eigum við von á nýjum tækjum þannig að ég hef góða von um að biðlistinn verði ásættanlegur þegar líður á árið, en það má ekkert slá af.“ segir hann.
Eðlilegt að skoða
Ásta Möller formaður heilbrigðisnefndar Alþingis segir að ef þetta verkefni er þess eðlis að það er í lagi að setja það út
fyrir spítalann og verði hagkvæmara þá sé eðlilegt að skoða það. „En að sjálfsögðu verður að fara fram útboð,“ segir hún. Ekki náðist í heilbrigðisráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Eftir Elías Jón Guðjónsson
24 Stundir 09.07.2008