-Auglýsing-

Súkkulaði, rauðvín og ást, gott fyrir hjartað

Svo virðist sem dökkt súkkulaði, smá rauðvín og það að vera í heilbrigðu ástríku sambandi sé gott fyrir hjartað. Það er þó eins og með margt annað í henni veröld, frekari rannnsókna þarf þó við eins og svo oft áður þar sem margir þætti spila inn í.

„Það eru mismunandi kenningar á bak við hvers vegna vegna þetta væri góð blanda,“ segir hjartasérfræðingurinn Julie Damp hjá Vanderbilt stofnuninni.

-Auglýsing-

Ástin

Fólk sem er í hjúskap eða er í nánu heilbrigðu sambandi hefur tilhneigingu til að vera ólíklegra til að reykja, er líkamlega virkara og er líklegra til að hafa vel þróað félagslegt tengslanet, auk þess sem þessir einstaklingar eru einnig líklegri til að lifa við minni streitu og kvíða í sínu daglega lífi, er haft eftir henni.

„Það er til kenning um að fólk sem er í ástríkum samböndum upplifi tauga-hormóna breytingar sem hafi jákvæð áhrif á líkamann, þar með talið hjarta og æðakerfið,” segir Dr. Damp, og útskýrir að það séu ákveðin hormón í líkamanum sem séu breytileg eftir því hversu mikla streitu og kvíða einstaklingurinn lifir við.

„Þetta hefur ekki verið að fullu sannað, en hugmyndin gengur út á að það að vera í sambandi sem er jákvætt og ástríkt getur haft jákvæð áhrif á hjarta og æðakerfið til lengri tíma litið,“ segir Dr.Damp. Í raun hafa rannsóknir sýnt að tengsl eru á milli átaka eða neikvæðni og aukinnar áhættu á kransæðasjúkdómum.

Súkkulaðið

Rannsóknir benda einnig til að dökkt súkkulaði sé gott fyrir hjartað, í hæfilegu og hófstilltu magni. Dökkt súkkulaði inniheldur flavoníða, sem eru andoxunarefni. Andoxunarefni hafa jákvæð áhrif á mörg mismunandi kerfi líkamans og þar á meðal hjarta og æðakerfi. Virðist styrkurinn í kakóinu í þ.e. því dekkra sem súkkulaðið er því meira er af flavíníðum sem koma að gagni. „Sýnt hefur verið fram á að dökkt súkkulaði hafi góð áhrif á blóðþrýsting, blóðsykur og bæti blóðrennsli í æðum í tengslum við hvernig þær víkka og slaknar á þeim,“ segir Dr.Damp.

- Auglýsing-

Frekari rannsókna er þörf til að vita nákvæmlega hvaða tegund af súkkulaði og hversu mikið af því er mest gagnlegt, en rannsóknir hafa sýnt að fólk sem borðar súkkulaði oftar en einu sinni í viku virðist vera í minni áhættu á að fá hjartasjúkódóma og heilablóðfall, borið saman við fólk sem borðar súkkulaði sjaldnar.

Rauðvínið

Flavoníðar eru einnig til staðar í rauðvíni. Margar rannsóknir hafa sýnt að hófleg áfengisneysla, sem er einn drykkur á dag fyrir konur og 1-2 fyrir karlmenn, tengist lægri tíðni hjarta og æðasjúkdóma. Þó varar Dr. Damp við því að óyggjandi sannanir séu hugsanlega ekki til staðar og hvetur fólk sem ekki drekkur til að byrja ekki að drekka vegna verndandi áhrifa rauðvíns.

Þar höfum við uppskriftina að góðu og hamingjuríku lífi sem virðist vera hæfileg og hófleg blanda af súkkulaði, rauðvíni og ást.

En umfram allt verum góð við hvort annað þennan ágæta föstudag og njótum aðventunar.

Björn Ófeigs.

Munið eftir að læka við okkur á Facebook

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-