-Auglýsing-

Virkum blóðgjöfum fækkar

Blóðbankinn 60 áraVirkum blóðgjöfum hér á landi hefur fækkað nokkuð á undanförum árum og því vilja stjórnendur Blóðbankans breyta. Þessi mögulega mikilvægasti banki landsins, varð sextíu ára gamall í gær.

Það var tilheyrandi kaffiboð haldið á afmælinu og marsipanterta sem starfsfólk Blóðbankans fékk sér í tilefni dagins, heilbrigðisráðherra fékk líka sinn skerf. En á hæðinni fyrir neðan var ekkert lát á bankastarfseminni. Þarna kemur fólk til að leggja inn – ekki til að taka út.

Það eru á milli níu og tíu þúsund manns sem gefa blóð í Blóðbankanum á hverju ári. Sigrún Sigurgeirsdóttir, blóðgjafi, segir þetta samfélagslega skyldu sína. „Þetta er bara samfélagsleg skylda okkar, að gefa blóð, sem getum. Þetta er mjög mikilvægt.“

Á hverju ári þiggja hátt í þrjú þúsund manns blóð og blóðefni sem unnið er í Blóðbankanum. Virkum blóðgjöfum, þeim sem hafa gefið blóð á 12 mánaða fresti, hefur fækkað nokkuð á undanförnum árum, og það veldur stjórnendum bankans áhyggjum. Þess vegna er afmælið tileinkað Blóðgjafafélagi Íslands. Sveinn Guðmundsson, yfirlæknir Blóðbankans, segir nauðsynlegt að fjölga virkum blóðgjöfum. „Nauðsyn þess að Íslendingar sjái betur mikilvægi og nauðsyn blóðgjafa og skilji það að með hækkandi aldri þjóðarinnar á næstu árum og áratugum munum við þurfa miklu meira á blóði og blóðgjöfum að halda,“ segir Sveinn.

www.ruv.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-