-Auglýsing-

Vinstri hliðin

Bjssi_2Þrátt fyrir að hafa verið heldur hægri sinnaður allt mitt líf sef ég betur á vinstri hliðinni. Reyndar er það svo að ég halla mér stundum svolítið yfir á magann við og við en þá á vinstri helminginn þannig að það verði smá þrýstingur á þann hluta.
Þetta kann að hljóma eins og hver önnur vitleysa við sofum jú bara í þeim stellingum sem okkur henta best hvort sem þær eru hægri, vinstri, á maganum nú eða bara á bakinu.

Eftir að ég fékk hjartaáfall 2003 fóru aukaslög og svona skrýtinn hjartsláttur að gera vart við sig hjá mér og fannst mér þetta verulega óþægilegt þó ég vissi að í sjálfu sér væri engin stórhætta á ferðum.
Það var síðan í kjölfarið á hjartaskurðaðgerðinni sem ég fór í 2004 að ég tók eftir því að ef ég lá á hægri hliðinni var eins og hjartað væri að slá út í tómið. Hljómar undarlega en það var eins og það væri engin mótstaða þegar hjartað fyllti sig af blóði þannig að þegar hjartað dældi út var eins og það væri hálfmáttlaust. Mér fannst þetta mjög óþægilegt svo ég kveði nú ekki fastar að orði.  
Það merkilega gerðist hinsvegar að ef ég sneri mér á vinstri hliðina var eins og takturinn breyttist, yrði jafnari og betri og minna um aukaslög sem var mikill munur. Auk þess að fá betri takt þá hvarf tómleikatilfinningin sem fylgdi hjartslættinum þegar ég lá á hægri hliðinni. Annað sem ég varð var við þegar ég lagðist á vinstri hliðina var að brjóstsviði sem hrelldi mig stundum hjaðnaði undurfljótt.

-Auglýsing-

Núna í seinni tíð finn ég helst fyrir þessum óþægindum ef ég er þreyttur og hef ekki sofið nóg eða nægjanlega vel. Einnig verð ég var við þetta ef ég ofkeyri mig, er stressaður þannig að ég þarf að passa vel upp á mig til að halda þessu öllu saman í horfinu.

Ekki veit ég nú hvort til séu einhver vísindi sem renni stoðum undir þessar vangaveltur mínar. Mig rekur þó minni til þess að hafa átt samtal við hjúkrunarkonu út af þessu fyrir nokkrum árum, og þegar við vorum búinn að flissa yfir þessu smástund sagði hún mér að þetta hefði verið skoðað og þetta væri virkilega staðreynd. Hvar sú rannsókn var gerð og hvernig hef ég enga vitneskju um en mér hefur alla tíð þótt þetta nokkuð merkilegt.
Það verður þó reyndar að viðurkennast að sem yfirlýstum hægri manni í gegnum allt mitt líf finnst mér frekar fyndið að af heilsufarsástæðum sé mér hollara að halla mér á vinstri hliðina. Ég hugga mig þó alla vega við það að sofa hægra megin í rúminu.

Ekki veit ég hvernig þetta er með aðra sem eru með einhverskonar hjartavandamál en vissulega væri gaman að heyra ef svo væri.

Árósum 18.04.2012

- Auglýsing-

Björn Ófeigsson

bjorn@hjartalif.is

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-