-Auglýsing-

Viltu gefa hjartað í þér?

Talan 900 aftan á ökuskírteininu þýðir að handhafi þess vilji gefa úr sér líffæri. Samgönguráðherra hefur falið lögreglunni að útfæra verkefnið og að halda skrá um nánari sundurliðun.

Kristján Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur heimilað að skráð verði í ökuskírteini hvort handhafi þess sé líffæragjafi. Þetta verði gefið til kynna með tákntölunni 900. Ákveðið  hafi verið að taka þetta heimildarákvæði með við aðrar breytingar á reglugerðinni.

Með því sendum við skýr skilaboð um að svona viljum við hafa þetta.

Kristján segir að hins vegar hafi það verið mistök hjá ráðuneytinu að senda ekki út sérstaka fréttatilkynningu um málið þegar reglugerðinni var breytt. Aftur á móti hafi ekki verið ástæða til að senda hana sérstaklega út til umsagnar, þótt ýmsir hafi gagnrýnt skort á samráði eftir að hún var gefin út í febrúar. Málið hafi margoft verið rætt á Alþingi.

Reglugerðarbreyting hvað líffæragjafa snertir er svohljóðandi:

Liggi fyrir sérstök, skrifleg beiðni ökuskírteinishafa er heimilt með tákntölu að tilgreina upplýsingar í ökuskírteini um að hann sé líffæragjafi. Beiðnin skal undirrituð í viðurvist lögreglustjóra. Upplýsingar skulu færðar í dálk 12 í ökuskírteininu.
Lögreglustjóri skal gera skrá yfir ökuskírteinishafa sem leggja fram beiðni, sbr. 6. mgr. 1. töluliðar í VII. viðauka við reglugerð um ökuskírteini og varðveita allar beiðnir með öruggum hætti.

- Auglýsing-

Ágúst Ólafur Ágústsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, flutti þingmál um skráningu líffæragjafar í ökuskírteini og horfði til fordæmis í Bandaríkjunum. Hann skrifaði á heimasíðu sína árið 2007 að afstaða viðkomandi til líffæragjafar þurfi að vera ljós því að hér á landi hafni ættingjar líffæragjöf ættmenna sinna í um 40% tilvika:

Skráning þessara upplýsinga á ökuskírteinum er einnig heppileg þar sem það eru oft látnir ökumenn sem koma til greina sem líffæragjafar.

Ráðherrann segir að vilji stjórnvalda sé kominn fram, heimildin líka og nú þurfi að útfæra ferlið og skráninguna.

Samkvæmt reglugerðinni á hugsanlegur líffæragjafi að eiga frumkvæði að því sjálfur að láta skrá viðeigandi upplýsingar um sig í ökuskírteinið. Ein og sama tákntalan, talan 900, gildir hins vegar um allar líffæragjafir og eru þær ekki sundurgreindar frekar.

Ríkislögreglustjórinn, sem ábyrgist útgáfu ökuskírteina, á að halda utan um skrá með nánari upplýsingum.

En ef líffæragjafi vill hætta við og breyta skráningunni í ökuskírteininu? Kristján Möller segir að þá láti hann má þetta út af skírteini sínu.

Menn taka ákvörðun um líffæragjöf eftir vandlega íhugun. En það myndi að sjálfsögðu kosta eitthvað að skipta um skoðun.

www.pressan.is 24.03.2010

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-