-Auglýsing-

Vill banna verkjalyf

Íslenskur sérfræðingur í hjartasjúkdómum í Kaupmannahöfn telur að banna eigi eitt algengasta verkjalyf sem ávísað er á gigtarsjúklinga. Hann segir íslenskar lýsingar lyfjaskrár á aukaverkunum lyfja beinlínis rangar.

Gunnar H. Gíslason, yfirlæknir á Gentofte sjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn og sérfræðingur í hjartasjúkdómum, telur að banna eigi öll verkjalyf sem innihalda diclofenac. Hann segir þessi lyf auka líkur á blóðtappa og hjartastoppi og valda að minnsta kosti 100 dauðsföllum í Danmörku á ári hverju.

Í íslensku lyfjaskránni eru 6 diclofenac-lyf á skrá, þar á meðal þekkt lyf á borð við Voltaren og Vóstar.

Samkvæmt tölum frá landlæknisembættinu eru vísbendingar um að þessum lyfjum sé ávísað í meira mæli hér á landi en í Danmörku. Tölur embættisins sýna að rúmlega 30.000 manns nota þessi lyf á hverju ári, en inni í þessum tölum eru ekki lyf sem er ávísað inni á sjálfum sjúkrahúsunum og á hjúkrunarheimilum. Ljóst má því vera að að minnsta kosti tíu prósent Íslendinga noti þessi lyf á hverju ári.

Í lýsingum lyfjaskrár á aukaverkunum þessara lyfja stendur að hjartabilanir og hjartsláttarónot komi örsjaldan fyrir. Þetta telur Gunnar vera mjög misvísandi upplýsingar. Sýnt hafi verið fram á það í rannsóknum að diclofenac valdi í mörgum tilfellum alvarlegum aukaverkunum.

Hjá Lyfjastofnun fengust þær upplýsingar að rannsóknir Gunnars séu þegar til athugunar hjá Lyfjastofnun Evrópu.

- Auglýsing-

www.ruv.is 21.06.2012

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-