-Auglýsing-

Við borðum of mikið salt

1377534 salt flatsÞrátt fyrir að saltneysla hafi minnkað um 5% frá árinu 2002 borðum við enn of mikið salt. Þetta sýna niðurstöður landskönnunar á mataræði meðal fullorðinna sem fram fór 2010–2011. Meðalneysla karla á salti er a.m.k. 9,5 g og kvenna 6,5 g á dag.

Þetta miðast við salt við matreiðslu samkvæmt algengum uppskriftum og uppgefið magn í tilbúnum réttum. Ekki er tekið tillit til þess salts sem hugsanlega er stráð á diskinn við borðhaldið né hversu mikið er í raun saltað við matreiðslu. Því er eiginleg neysla í raun vanmetin.

Niðurstöður 24 stunda þvagsöfnunar foreldra barna í rannsókn, sem Rannsóknastofa í næringarfræði framkvæmdi 2002–2003, renna stoðum undir það. Í niðurstöðum landskönnunar á mataræði frá árinu 2002 fyrir sambærilegan aldurshóp var raunneysla á salti vanmetin um nær 2 grömm á dag borið saman við niðurstöður úr 24 stunda þvagsöfnuninni.

Samkvæmt ráðleggingum ættu karlar ekki að borða meira en 7g af salti á dag og konur ekki meira en 6 g. Um 13% karla og 36% kvenna borða í samræmi við þær ráðleggingar. Þörfin fyrir salt er ekki meiri en 1,5 g af salti á dag.

Hvaðan kemur saltið
Um 75% af salti kemur úr tilbúnum matvælum. Það kemur að stærstum hluta úr kjötvörum (19%), brauðum (13%), ostum (7%), sósum og súpum (6%). Vönduð matvælaframleiðsla, þar sem saltnotkun er stillt í hóf, er því mikilvæg forsenda þess að hægt sé að minnka saltneyslu þjóðarinnar.

Salt og heilsa
Með því að minnka saltneyslu má draga úr hækkun blóðþrýstings, en háþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Mest eru áhrifin hjá þeim sem eru með of háan blóðþrýsting og hjá þeim sem eru yfir kjörþyngd en einnig má draga úr þeirri blóðþrýstingshækkun sem yfirleitt fylgir hækkandi aldri. Einnig eru líkur á því að mikil saltneysla valdi aukinni hættu á magakrabbameini.

- Auglýsing-

Ráð til að draga úr saltneyslu

Velja lítið unnin matvæli – tilbúnir réttir, pakkasúpur og -sósur eru yfirleitt saltrík.

Takmarka notkun salts við matargerð og borðhald – fjöldi annarra krydda getur kitlað bragðlaukana, t.d. ýmis jurtakrydd. Vert er að taka það fram að tegund salts skiptir ekki máli, NaCl úr hvaða salti sem er getur hækkað blóðþrýsting.

Minnka smátt og smátt saltnotkun og venja bragðlaukana við minna salt, en það er hægt að gera án þess að það komi niður á bragðupplifun.

Lesa á umbúðir og vanda valið við innkaupin.
Vara telst saltrík ef það eru meira en 1,25 g salt (meira en 0,5 g natríum) í 100 grömmum.

Frá natríum yfir í salt
Á umbúðum matvæla er oft gefið upp magn natríums en ekki matarsalts, en ráðleggingar um saltneyslu eru gefnar í grömmum salts. Til að umreikna magn af natríum yfir í magn af salti er margfaldað með 2,5.

Ef það eru t.d. 500 mg af natríum í 100 grömmum af rúgbrauði  samsvarar það 1250 mg eða 1,25 g af salti í 100 g af rúgbrauði.

Hólmfríður Þorgeirsdóttir
Elva Gísladóttir
næringarfræðingar

- Auglýsing -

Ítarefni

Grein um: Association between 24-hour urine sodium and potassium excretion and diet quality in six-year-old children: a cross sectional study

Frétt 23. jan. 2012 um landskönnun 2010–2011

Ráðleggingar um mataræði og næringarefni

Frétt 6.6. 2012 um nýjar norrænar næringarráðleggingar

Af vef Landlæknisembættinsins 14.01.2012.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-