-Auglýsing-

Varla verður samið í tæka tíð

Yfir hundrað geisla- og hjúkrunarfræðingar á Landspítala – háskólasjúkrahúsi segja upp störfum frá og með fimmtudeginum 1. maí. Sigurður Guðmundsson landlæknir telur ólíklegt að samið verði fyrir fimmtudag.

„Mér finnst mjög ólíklegt að það semjist fyrir 1. maí miðað við það sem ég hef heyrt frá þeim sem standa í deilunum,” segir Sigurður. „Það virðist bera alltof mikið í milli. Við höfum talsvert miklar áhyggjur af þessu.”
Ef uppsagnirnar standa tekur við neyðaráætlun svo hægt verði að sinna bráðaaðgerðum og öðrum aðkallandi aðgerðum.

„Eftir fyrstu vikuna verður komin þreyta í fólk. Neyðarþjónustu verður haldið uppi, en allar valaðgerðir munu verða í miklum vandræðum,” segir Sigurður.
Yfirmenn Landspítala ræða nú við einstaka starfsmenn sem hafa sagt upp. Anna Stefánsdóttir, settur forstjóri, segir að viðtölum ljúki líklega í dag.

„Þetta getur farið á hvorn veginn sem er. Það er alveg eins líklegt að uppsagnirnar muni standa, en einhverjir gætu ákveðið að hætta við,” segir Anna.
– sgj

www.visir.is 28.04.2008

 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-