-Auglýsing-

Uppskrift vikunnar frá Holta-kjúklingi

urbeinud-steikt-kjuklingalaeri-med-hvitvinsbaettri-villisveppasosu-13-sept-2013Matreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holtakjúklingi fyrir áhorfendur.

Þættinir eru auk þess aðgengilegir hér á HjartaTVíinu okkar hér á hjartalif.is auk þess sem hægt er að fara beint í uppskriftarsafn Holta hér.

Hér færir Úlfar lesendum hjartalif.is uppskrift að úrbeinuðum steiktum kjúklingalærum með hvítvínsbættri villisveppasósu. Hægt er að fylgjast með Úlfari elda þessa girnilegu máltíð í kvöld klukkan 21.30 á sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Fyrir 4

800 g úrbeinuð kjúklingalæri frá Holta

3 msk. olía

- Auglýsing-

Salt og nýmalaður pipar

300 g villisveppir í bátum, t.d. lerkisveppir, furusveppir eða kóngasveppir. Einnig má nota kjörsveppi.

1 laukur, skorinn í báta

1 hvítlauksgeiri, smátt saxaður

1 búnt steinselja, smátt söxuð

1/2 msk. kjúklingakraftur

2 dl hvítvín eða mysa

60 g kalt smjör í teningum

- Auglýsing -

Bankið lærin með buffhamri þannig að þau verði öll jafn þykk. Kryddið lærin með salti og pipar og steikið á heitri pönnu í 2 msk. af olíu í 3-4 mínútur á hvorri hlið eða þar til þau eru steikt í gegn. Takið þá lærin af pönnunni og haldið heitum. Bætið 1 msk. af olíu á pönnuna og steikið sveppina, laukinn og hvítlaukinn í tvær mínútur. Þá er kjúklingakrafti, steinselju og hvítvíni bætt á pönnuna og vínið soðið niður í síróp. Takið þá pönnuna af hitanum og bætið smjörinu saman við. Hrærið í með sleif þangað til smjörið hefur bráðnað. Eftir það má sósan ekki sjóða. Smakkið til með salti og pipar og berið strax fram með lærunum og til dæmis steiktum krumpukartöflum og grænkáli.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-