-Auglýsing-

Uppskrift: Kjúklingalasanja

Kjuklingalasanja-7-mars-2014Það eru fáir réttir sem njóta jafnmikilla vinsælda meðal barna og fullorðinna eins og Lasanja og hér er frábær uppskrift frá honum Úlfari að slíkum rétti sem slær alltaf í gegn hjá allri fjölskyldunni.

Einnig minni ég á uppskriftavef Holta hér til hliðar á síðunni þar sem allir geta fundið eitthvað girnilegt við sitt hæfi fyrir helgina.

Kjúklingalasanja

2 msk. olía
1 paprika skorin í bita
1 gulrót skorin í bita
2 laukar skornir í bita
2 sellerístilkar skornir í bita
½ chilí, steinlaust og smátt saxað
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
Salt og nýmalaður pipar
1 tsk. timjan
1 tsk. oreganó
1 tsk. kúmínfræ
2 msk. olía
600 g kjúklingahakk
Salt og pipar
600 g niðursoðnir tómatar í bitum
2 msk. tómatpuré

Hitið olíu á stórri pönnu og steikið papriku, gulrót, sellerí, lauk, chilí og hvítlauk í 3 mínútur. Bætið þá salti og pipar, timjani, oreganói og kúmíni á pönnuna og steikið í 2 mínútur. Hellið þá öllu af pönnunni í skál og geymið. Bætið 2 msk. af olíu á sömu pönnu og steikið kjúklinginn í 5-7 mínútur og kryddið með salti og pipar. Þá er tómatpuré og niðursoðnum tómötum bætt á pönnuna ásamt öllu grænmetinu og soðið í 10 mínútur.

Mjólkursósa

- Auglýsing-

40 g bráðið smjör eða smjörlíki
40 g hveiti
½ l mjólk
Salt og nýmalaður pipar
¼ tsk. múskat

Bræðið smjörið í potti og blandið hveiti vel saman við. Hellið mjólkinni smátt og smátt í pottinn og hrærið stöðugt í á meðan, smakkið til með salti, pipar og múskati. Látið sjóða við vægan hita í 5 mínútur.

Samsetning

15 lasanja-blöð
Tómatkjötsósa og kjúklingur
Mjólkursósa
Rifinn ostur
Leggið lasanja-blöð í botninn á eldföstu móti.
Dreifið u.þ.b. 1 dl af mjólkursósu yfir. Stráið þá osti yfir sósuna.
Næst er u.þ.b. 2-3 dl af kjúklings- og tómatsósunni jafnað yfir mjólkursósuna. Endurtakið þar til allt er búið og endið á ostinum.
Bakið við 185°C í 35 mínútur. Berið fram með t.d. hvítlauksbrauði og salati.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-