-Auglýsing-

Uppskrift helgarinnar frá Holta-kjúklingi

Úlfar og HoltaMatreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holtakjúklingi fyrir áhorfendur.

Þættinir eru auk þess aðgengilegir hér á HjartaTVíinu okkar hér á hjartalif.is auk þess sem hægt er að fara beint í uppskriftarsafn Holta hér.

-Auglýsing-

Í dag færir Úlfar lesendum uppskrift að steiktum kjúklingabringum með villisveppasósu.

Fyrir 4

800 g kjúklingabringur frá Holta
4 msk. olía
Salt og nýmalaður pipar
300 g villisveppir, t.d. furusveppir eða lerkisveppir, skornir í báta eða 40 g þurrkaðir sveppir lagðir í volgt vatn í 20 mínútur.
1 dl púrtvín
½ dl koníak eða brandí
¾ msk. nautakjötskraftur
2 ½ dl rjómi
Sósujafnari

Kryddið bringurnar með salti og pipar og steikið í 2 msk. af olíu í tvær mínútur á hvorri hlið eða þar til bringurnar eru orðnar gullinbrúnar. Setjið þá bringurnar í ofnskúffu og bakið við 180°C í 10-12 mínútur eða þar til kjarnhiti sýnir 70°C. Steikið sveppina á sömu pönnu í 2 msk. af olíu í tvær mínútur. Kryddið með salti og pipar. Bætið púrtvíni og brandíi á pönnuna og sjóðið niður í síróp. Þá er rjómanum og kjötkrafti bætt á pönnuna og látið sjóða í 1-2 mínútur. Þykkið sósuna með sósujafnara. Berið bringurnar fram með villisveppasósunni og t.d. steiktum kartöflum og grænmeti.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-