-Auglýsing-

Uppskrift helgarinnar frá Holta-kjúklingi

beikonvafin -kjuklingalaeri-11-okt-2013Matreiðslumaðurinn Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar eldar hann ljúffenga rétti úr Holtakjúklingi fyrir áhorfendur. 

Þættinir eru auk þess aðgengilegir hér á Hjarta TV hér á hjartalif.is auk þess sem hægt er að fara beint í uppskriftarsafn Holta hér.

Í dag færir Úlfar lesendum uppskrift að beikonvöfðum kjúklingalærum

6-8 beikonsneiðar
1 bátur gráðostur
1 dl kasjúhnetur
Salt og nýmalaður pipar
3 msk. olía

Kryddið lærin með salti og pipar. Setjið u.þ.b. 1 msk. af osti inn í hvert læri ásamt nokkrum kasjúhnetum. Vefjið beikonsneið utan um hvert læri og steikið í olíu á vel heitri pönnu í 3-4 mínútur eða þar til beikonið er orðið fallega brúnað allan hringinn. Færið þá pönnuna í 180°C heitan ofn í 15 mínútur eða þar til kjarnhiti sýnir 70°C.

Rauðlaukssulta

- Auglýsing-

2 msk. olía
3 rauðlaukar, skornir í báta
3-4 msk. sykur
3 lárviðarlauf
1 tsk. timían
1 dl balsamedik
Salt og nýmalaður pipar

Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn í 2 mínútur. Bætið þá sykri á pönnuna og steikið í 1 mínútu. Þá er timíani, lárviðarlaufum og balsamediki bætt á pönnuna og látið sjóða þar til vökvinn er orðinn að sírópi. Smakkið til með salti og pipar. Berið lærin fram með rauðlaukssultunni og t.d. steiktum kartöflum og bökuðum maís.

- Auglýsing -

Verði ykkur að góðu.

-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-