-Auglýsing-

Umboð fyrir deyjandi?

Eftir Skapta Hallgrímsson. KRISTÍN Sólveig Bjarnadóttir og dr. Sigríður Halldórsdóttir hafa komið á framfæri þeirri hugmynd hvort ekki sé þörf fyrir embætti umboðsmanns hinna deyjandi eða þeirra sem lifa með ólæknandi sjúkdóm. Kristín Sólveig útskrifaðist nýlega með meistaragráðu í líknandi hjúkrun og dr. Sigríður var leiðbeinandi hennar.

„Mundu að ég er enn á lífi“ er heiti meistaraverkefnis Kristínar Sólveigar og byggist verkefnið á viðtölum við fólk með ólæknandi og lífsógnandi sjúkdóma. Í kjölfarið hefur Kristín Sólveig jafnframt komið þeirri ábendingu á framfæri við félags- og tryggingamálaráðherra og forstjóra Tryggingastofnunar að hver og einn sem greinist með ólæknandi eða lífsógnandi sjúkdóm hér á landi fái sinn eigin þjónustufulltrúa hjá Tryggingastofnun sem sjái um mál viðkomandi. Hún tók viðtöl við 10 sjúklinga og áberandi var hve fólki fannst „glíman við kerfið“ flókin. Hugmyndin er komin frá einum viðmælenda Kristínar Sólveigar.

Kristín Sólveig segir fjölskylduráðgjafa á sjúkrahúsum oft hjálpa sjúklingum, en skv. viðtölunum hafi þeir jafnvel gengið á vegg í kerfinu. „Fjölskylduráðgjafar leiðbeina en fólk þarf að fylla út umsóknir sjálft og fylgja málum eftir. Þjónustufulltrúinn myndi sjá um að sjúklingurinn nyti allra réttinda, fylla út umsóknir og þvíumlíkt. Sumir hafa kraftinn og viljann til að standa í þessu en ekki allir og þess vegna finnst okkur mikilvægt að þjónustan verði í boði.“

Kristín Sólveig starfar við heimahlynningu á Akureyri.

Morgunblaðið 25.05.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-