-Auglýsing-

Trefjar hafa verndandi áhrif gegn hjartasjúkdómum og krabbameini

TrefjarLæknirinn og fjölmiðlakonan Miriam Stoppard skrifar um niðsturstöður rannsóknar á trefjum í pistli á The Mirror. Samkvæmt þessari nýjustu rannsókn sem birt var í janúar, þá hafa trefjar verndandi áhrif gegn hjartasjúkdómum og krabbameini.

Það var fyrir um 50 árum síðan sem Dr. Denis Burkitt starfaði í Afríku tók eftir því að Afrískt fólk sem borðaði trefjaríka fæðu fékk svo gott sem aldrei krabbamein í þarmana.

Í dag er talið að trefjar verndi gegn hjartasjúkdómum, ýmsu krabbameini og sykursýki. The British Medical Journal sem kom út 18. janúar síðastliðinn sagði frá niðurstöðum sem styðja þetta.

Teknar voru saman niðurstöður 22 mismunandi rannsókna og sýndu þær að trefjar hafa verndandi áhrif gegn hjarta- og æðasjúkdómum. Fyrir hver 7 grömm af trefjum daglega þá minnkaði hættan á fyrsta hjarta- eða æðatengda atvikinu um 9%. Rannsóknin sýndi að því meiri trefjar sem við borðum, því meiri eru verndandi áhrifin.

Því ættum við öll að borða mikið af trefjum þar sem því fylgir mikill ávinningur fyrir heilsuna. Þar má nefna lækkun blósykurs og hættulegra blóðfitu, einnig geta trefjar minnkað hægðartregðu og sjúkdóma tengda botnlanganum.

Sem stendur mæla almenn næringarviðmið með því að menn borði 30-38 grömm á dag og að konur borði 21-25 grömm á dag.

- Auglýsing-

Til þess að auka trefjainntöku sína þá er gott að reyna að fá blöndu af uppleysanlegum og óuppleysanlegum trefjum og fá trefja úr mismunandi mat.

Matur sem inniheldur trefjar er meðal annars gróf korn og heilhveiti, grænmeti, ávextir, baunabelgir, fræ og hnetur.

Dæmi um uppleysanlega trefja eru hafrar, fræ, hnetur, baunabelgir og flestir ávextir.

Óleysanlega trefja má finna í heilhveiti, hveitiklíð, brúnum hrísgrjónum og flestu grænmeti.

Gott ráð er að velja vörur sem eru með gróft korn sem efsta innihaldsefnið. Annað gott ráð er að skoða hlutfallið af grömmum af kolvetni og grömmum af trefjum. Brauð sem eru með minna hlutfall en 10:1 og morgunkorn með hlutfallið 5:1 innihalda mikið af trefjum. Einnig er ráðlagt að borða frekar ávextina sjálfa frekar en að drekka ávaxtadjús þar sem hann inniheldur yfirleitt ekki trefjar.

Þegar verið er auka trefjainntöku ber að hafa í huga að gera það hægt og drekka mikið af vatni.

Það að borða trefjaríkari mat er í takt við annað sem mælt er með eins og að borða minni sykur og frúktósaríkt kornsýróp, minni transfitu og mettaða fitu, minna unnið kolvetni og minna kjöt.

Almenna reglan er að fólk tekur almennt betur í það að fá ráðleggingar um að borða meira af einhverju, heldur en að fá stöðugt upplýsingar um að borða minna af einhverju.

- Auglýsing -

Þýtt og endursagt af Mirror.

Hanna María Guðbjartsdóttir.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-