-Auglýsing-

Tengsl milli bólgu í þörmum og hjarta og æðasjúkdóma

Bent hefur veið á tengsl milli þarmabólgusjúkdóma og hjarta og æðasjúkdóma og því rétt fyrir þá sem þjást af þessum sjúkdómum að fara að huga að áhættuþáttum hjarta og æðasjúkdóma til að minnka líkur á áföllum í framtíðinni.

Fólk sem hefur bólgusjúkdóm í þörmum, svo sem eins og sáraristilbólgu og Crohns sjúkdóminn, kann að vera í meiri áhættu gagnvart heila og hjartaáfalli, samkvæmt því sem endurskoðun á rannsóknum bendir til. Vísindamenn á Mayo Clinic í Bandaríkjunum hafa komist að því að bólgur í þörmum auki hættu á hjarta og heilaáfalli um 10 til 25 prósent.

Niðurstöðurnar eru byggðar á gögnum frá 150.000 manns sem svona var ástatt fyrir og höfðu tekið þátt í níu rannsóknum.

„Meltingarlæknar ættu að vera meðvitaðir um þetta samband og ættu að einbeita sér að því að ná betri stjórn á hefðbundnum áhættuþáttum, svo sem koma í veg fyrir reykingar, vera meðvitaðir og hafa eftirlit með háþrýstingi og sykursýki,“ segir vísindamaðurinn Siddharth Singh, M.B.B.S. í yfirlýsingu.

Þarmabólgu verður oftast fyrst vart á aldrinum 15 – 30 ára, þar sem eitt af hverjum tíu tilvikum koma í ljós fyrir 18 ára aldur, samkvæmt því sem fram kemur hjá, stofnun sem hefur að gera með sjúkdóma og forvarnir (Centers for Disease Control and Prevention).
Þó gögn um tíðni séu ekki sterk vegna þátta eins og rangra greininga, tók stofnunin eftir því að svo virtist sjúkdómurinn hefði áhrif á 1,4 milljónir Bandaríkjamanna. Þetta er því stór hópur og vitað er að kostnaðurinn við sjúkdóminn er um 1,7 milljarðar bandaríkjadala.

- Auglýsing-

Þýtt og endursagt af Huffington Post

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-