-Auglýsing-

Tár á hvarmi

iStock 000006142173 ExtraSmallFlesta daga gengur lífið vel fyrir sig og því meiri rútína því betra, það er mín reynsla í það minnsta. En stundum kemur það fyrir að sjúkdómaflóran sem herjar á mig nær mér og ég verð aumur um stund og meðvitaður um að það er barátta að halda sér jákvæðum og ég þarf að hafa svolítið fyrir því um stund.

Ég er lánsamur að hafa átt því láni að fagna að vera ekki þunglyndur í mínum veikindum svo heitið geti. Ég hef átt mína stundir þar sem ég hef verið leiður og harmað það hlutskipti mitt að sitja uppi með langvinna sjúkdóma sem líklega koma til með að stytta æviskeið mitt, þá verð ég dapur.

Ég er yfirleitt fljótur að ná mér á strik og það eru kannski ekki nema þeir sem eru allra næstir mér sem verða varir við þegar dregur af mér með þessum hætti. Eins undarlega eins og það kann að hljóma gerist þetta oft seinnipart vetrar eða undir vetrarlok en ég er þakklátur fyrir hvað þessi vetur var góður veðurfarslega, það hjálpar mikið.

En núna í síðustu viku náði einn sjúkdómurinn mér og læknirinn sagði mér að hugsanlega værum við að færast inn á næsta stig, alla vega benti eitt og annað til þess.
Svona tíðindi eiga í sjálfu sér ekki að koma á óvart en þau hitta mig alltaf illa fyrir og það er vont.

Hjartað mitt stendur sig vel og þrátt fyrir takmörkuð afköst er það stabílt og ekki mikil óregla á hjartslættinum en hitt er annað að hjartabilun er hjartabilun og þó við höfum þekkst í áratug kemur hún mér samt alloft á óvart. En það eru sjálfsónæmisjúkdómarnir mínir sem hafa verið að gera vart við sig síðustu vikur og þó sérstaklega PBC ( Pirmary Biliary Cirrhoses).
Nú lítur út fyrir að hann sé aðeins að skipta um gír og líkur til þess að hann sé að stórum hluta til sökudólgurinn fyrir einkennum síðustu vikna.

Vandamálið er hinsvegar þegar maður er með svo marga sjúkdóma að sumir þeirra hafa svipuð einkenni og þess vegna er stundum erfitt og jafnvel ómögulegt að segja til um hver er á ferðinni í það og það skiptið. Þetta er óþægilegt og kannski ástæðan fyrir því að ég verð stundum hissa þegar hið rétta kemur í ljós.
Þegar kom í ljós að líkur væru á því að PBC væri að verki urðum ásáttir um það ég og læknirinn að leyfa mér að njóta sumarsins en leggjast síðan í rannsóknarvinnu með haustinu til að fá skírari mynd af því sem er að gerast.

- Auglýsing-

Þetta er gott að blessað en ef þetta er orðið eins og líkur geta verið á þá er ég að fara í fasa þar sem skimað er reglulega eftir krabbameini og jafnvel ýmsar aðrar breytingar sem hugsanlega þarf að gera á lífinu. Það er á svona stundum sem mér fallast hendur um stund og ég finn til smæðar minnar og vanmáttar, verð hljóður augnablik, safna mér saman, strýk tár á hvarmi og held áfram mót sólinni.

Reykjavík 8.4.2013

Björn Ófeigsson

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-