-Auglýsing-

Súperfæði sem fær hjarta þitt til að brosa

Hollusta
Hollusta

Til að minnka líkur hjartaáfalli á auðvitað forðast óhollustu og borða mat sem er næringaríkur, ríkur af trefjum og góðu fitunni. Þó svo að þeim sem látast af völdum hjartasjúkdóma hafi fækkað síðastliðin ár þá eru þau samt of margir. Lífstíll þinn ræður miklu um hvort lífsstílssjúkdómar ná þér eða ekki og með því að borða hollann og hjartavænan mat getur þú minnkað líkurnar að fá slíka sjúkdóma.

Lestu áfram og sjáðu hvað þú getur aðlagað mataræði þitt til að halda hjartanu hamingjusömu.

-Auglýsing-

Lax lax og meiri lax.

Lax og aðrar tegundir af feitum fisk eins og t.d sardínur og makríll eru súperstjörnur þegar kemur að fæði fyrir hjartað. Ástæðan fyrir þessu er sú að þessar tegundir af fiski eru afar ríkar í omega 3 fitusýrum og rannsóknir sína að þessar fitusýrur lækka áhættuna á hjartasjúkdómum.

Hafrar.

Hafrar hafa þann eiginleika að þeir geta lækkað kólestólið í blóðinu. Þeir virka eins og svampur í meltingaveginum og draga í sig kólestról svo það hverfur úr líkamanum og nær ekki inn í blóðið. Forðist samt instant hafra því í þeim má yfirleitt finna sykur.

- Auglýsing-

Bláberin eru holl.

Ekki bara bláber, heldur einnig jarðaber og fleiri tegundir af berjum. Samkvæmt rannsókn sem gerð var á konum á aldrinum frá 25 til 42 ára sem borðuðu að minnsta kosti þrjá skammta af berjum á viku lækkaði áhættan hjá þeim á að fá hjartasjúkdóma um 32% .

Dökkt súkkulaði, já okkur líkar að heyra það.

Margar rannsóknir hafa sýnt að dökkt súkkulaði sé gott fyrir hjartað. Súkkulaðið þarf að vera að minnsta kosti 60-70% kakó. Dökkt súkkulaði hjálpar til við að lækka blóðþrýstinginn.

Rauðu fallegu tómatarnir.

Sem betur fer er mikil aukning á því að fólk bæti tómötum í mataræðið. Eins og með kartöflur þá eru tómatar afar ríkir af potassium og þeir eru troðfullir af andoxunarefnum. Tómatar eru einnig afar lágir í kaloríum og sykri.

Hnetur og aftur hnetur.

Við erum að tala um möndlur, valhnetur, pistasíu og macadamia hnetur. Allt eru þetta hnetur sem eru afar góðar fyrir hjartað. Þær eru ríkar af e-vítamíni sem lækkar slæma kólestrólið í blóðinu. Valhnetur eru háar í Omega 3 fitusýrum. Passa bara að kaupa ekki saltaðar hnetur.

- Auglýsing -

Extra virgin ólífu olían góða.

Hið svo kallaða Miðjarðarhafsmataræði inniheldur mikið af ólífuolíu, grænmeti, ávöxtum og hnetum. Þetta mataræði er besti vinur hjartans. Það er mælt með að taka matskeið af extravirgin ólífuolíu á dag til að halda hjartanu í sínu besta ásigkomulagi. Einnig er afar gott að borða svartar eða grænar ólífur í milli mál daglega.

Rauðvín er hjartans mál.

Rauðvín eða annarskonar áfengi í litlu mæli er talið vera afar gott fyrir hjartað. Það er ekki mælt með að hella sig fullan, heldur drekka kannski eitt til tvö glös af góðu víni daglega.

Grænt Te.

Drukkið öldum saman í Asíu að þá loksins tóku íbúar í öðrum löndum við sér og drekka núna grænt te. Í nýlegri rannsókn þá kom í ljós að þeir sem drekka fjóra eða fleiri bolla af grænu te yfir daginn dragi úr hættunni á að fá kransæðastíflu eða hjartaáfall.

Brokkólí, Spítan og Kál.

Þegar kemur að heilsunni þá er grænmeti málið. En þessi grænu eru best fyrir hjartað. Þau gefa hjartanu extra boost. Þau eru há í trefjum og andoxunarefnum sem gerir líkamanum afar gott. Kál er einnig hátt í Omega 3 fitusýrum.

Já og kaffið.

Þeir sem drekka kaffi vita hvað það er gott á bragðið. En kaffi gerir líka meira en að vera bara gott á bragðið. Ein rannsókn sýndi að kaffi drykkja lækkar áhættuna á að fá hjartasjúkdóma um 10 til 15%. Mælt er með að drekka um 2 bolla á dag.

Avokadó.

Þessi mjúki bragðgóði ávöxtur ætti að vera borðaður á hverjum degi. Fullur af góðufitunni að þá gerir hann ekkert nema gott.

Granatepli.

Þau innihalda margar tegundir af andoxunarefnum og á meðal þeirra er polyphenols sem passar upp á kransæðastíflur. Að drekka glas af granateplasafa á dag sýndi í rannsókn að það hjálpar til við gott blóðflæði um líkaman.

Pistillin er af heilsutorg.com

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-