-Auglýsing-

Stefnir í harðvítugar deilur ríkis og lækna

Læknafélagið kannar nú hug félagsmanna sinna til verkfallsaðgerða til að knýja fram launahækkanir. Formaður samninganefndar lækna hefur miklar áhyggjur af stöðu mála og segir stefna í harðvítugar deilur.

Á laugardaginn slitnaði upp úr samningaviðræðum Læknafélagsins og ríkisins og næsti fundur hefur ekki verið boðaður fyrr en 1. október eftir níu daga.

-Auglýsing-

Gunnar Ármannsson, formaður samninganefndar Læknafélagsins, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að svo virtist sem hvor samningsaðili fyrir sig hygðist sýna hinum í tvo heimana. Hann hefði því miklar áhyggjur af stöðunni enda blæði sjúklingum verði farið í hart.

Viðhorfskönnun var send út til lækna um helgina til að kanna til hvaða aðgerða menn eru reiðubúnir að grípa til að ná fram kjarabótum. Gunnar segir kröfugerð lækna hafa verið stillt í hóf í sumar en læknum hafi hins vegar ofboðið tilboð samninganefndar ríkisins nú fyrir helgi.

www.visir.is 22.09.2008

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-