-Auglýsing-

Staðan í heilbrigðiskerfinu umhugsunarverð

LSHRíkisútvarpið leitað eftir viðbrögðum Kristjáns Þórs Júlíussonar Heilbrigðisráðherra við greinarskrifum síðustu daga frá læknum um stöðuna innan heilbrigðiskerfisins.

Það má skilja á viðbrögðum Kristjáns að hann sé hugsi og vonandi leiðir það til þess að einhver skref eða áætlun um uppbyggingu kerfisisn líti dagsins ljós fyrr en síðar. Frétt RÚV er hér fyrir neðan.

Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir stöðuna í heilbrigðiskerfinu umhugsunarverða. Hann telur samstöðu ríkja meðal almennings um að heilbrigðiskerfið þurfi að njóta ákveðins forgangs.

Eggert Eyjólfsson læknir, sem starfaði á Landspítalanum, áður en hann hélt utan í sérfræðinám sagði í pistli á Facebook í gær að Landspítalinn væri óaðlaðandi vinnustaður fyrir allar stéttir og aðstæður þar óviðunandi. Þá sagði hann aðeins spurnsmál um hvenær heilsu þjóðarinnar fari að hraka vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. „Það er full ástæða til að taka mark á þeim viðvörunarorðum sem að starfsfólk í heilbrigisþjónustu er að færa fram og hefur verið að gera í allnokkurn tíma,“ segir Kristján.

Kristján segir að skrif Eggerts hafi vakið nokkra athygli. „Hann er svo sem ekki einn um að tjá sig um stöðuna í íslenska heilbrigðiskerfinu. Hún er vissulega umhugsunarverð og við verðum aðeins að hugsa okkur um hvernig við ræktum kerfið. Við verðum að kappkosta að halda í þann kraft sem að þar býr og verðum að leggjast saman öll sem eitt í það verkefni að verja þá fjárfestingu sem að Íslendingar hafa lagt í þennan mannauð sem að þarna býr.“

Kristján segir ekki liggja fyrir fyrr en í fjárlögum næsta haust hvernig tekið verði á vanda heilbrigðiskerfisins. „Raunar tel ég mikla samstöðu á Íslandi meðal almennings um það að þetta þjónustukerfi. Það eigi að njóta ákveðins forgangs þegar við tökumst á við það verkefni, stjórnmálamenn og almenningur, að forgangsraða þeim fjármunum sem til umráða eru,“ segir Kristján.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-