-Auglýsing-

Sparnaður – lífeyris og tryggingamál

Það eru ekki ný sannindi að það borgar sig að huga að lífeyris og tryggingamálum áður en það er orðið of seint.

KYNNING: Það eru ekki ný sannindi að alvarleg veikindi og slys gera oftast ekki boð á undan sér. Eðli og alvarleiki slíkra veikinda eða slysa getur verið á ýmsa vegu en eiga það yfirleitt sameiginlegt að ógna fjárhagslegri velferð fjölskyldna.

Í slíkum tilfellum reynir á mikilvægi þess að eiga bakhjarl og Það er mikilvægt að huga að því að vera með gott öryggisnet. Góðar sjúkdóma og slysatryggingar eru mikilvægar í þessu sambandi til að lágmarka fjárhagslegan skaða og þolendur geta þá einbeitt sér að því að ná heilsu.

Mín saga

Ég fékk alvarlegt hjartaáfall fyrir tæpum 20 árum og tryggingamálin mín voru ekki alveg kýrskýr og ég upplifði það að standa í nokkurra ára málaferlum til að finna út úr því. Sem betur fer varð niðurstaðan í hluta þeirra hagstæð en þetta olli mér miklum vandræðum og fjárhagslegum áhyggjum í nokkuð langan tíma.

Í rauninni tók allt þetta ferli miklu lengri tíma en það hefði þurft að taka ef ég hefði verið með allt á hreinu. Hvers vegna skrifa ég þetta? Jú það er vegna þess að við hér á hjartalif.is höfum fengið til samstarfs við okkur Sparnað og þeirra sérfræðiþekking er einmitt þess eðlis að þeir geta hjálpað fólki til að finna út úr sínum málum og sjá hvað passar hverjum og einum.

Ég kannast líka við það að heimilisfólk hafi ekki verið sérlega hrifið af því að fara í gegnum trygginga og lífeyrismálin og er það kannski ekkert undarlegt. Persónulega þekki ég ekki mjög marga sem hafa yfirgripsmikla þekkingu á málaflokknum og það fælir okkur meðaljónana frá því að kafa ofan í málið.

Sjúkdómatrygging

Alvarleg veikindi gera ekki boð á undan sér. En ef til þeirra kemur léttir sjúkdómatryggingin fjárhagslegum áhyggjum af þér og þú getur einbeitt þér að því að ná bata og fyrri heilsu.

- Auglýsing-

Sjúkdómatryggingin tekur einnig til barna þinna greinist þau með sjúkdóm frá 3ja mánaða aldri til 18 ára. Sjúkdómatrygging er greidd út í einu lagi skattfrjálst vegna sjúkdóms.

Slysatrygging

Slys eiga sér stað á heimilum, við vinnu og í frítíma. Þá kemur slysatryggingin til aðstoðar. Engu máli skiptir hvar og hvenær slysið verður.

Þýsku slysatryggingarnar eru frábrugðnar íslensku slysatryggingunum og má þá helst nefna staðlaðrar bótasviðs, hærri örorkubætur og möguleika á ævilöngum lífeyri.

Að lokum

Látum lífeyris og tryggingamál okkur varða því það getur skipt sköpum fyrir fjölskyldur framtíðarinnar að vera í öruggum höndum. 

Því fagna ég því að fá Sparnað í lið með okkur hér á hjartalif. is og vonast til þess að þið getið notið góðs að þeirra þekkingu á málaflokknum.

Hægt er að fá nánari upplýsingar á vefsíðunni https://www.sparnadur.is/

Pistillinn er unninn í samvinnu við Sparnað ehf.

Björn Ófeigs.

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-