-Auglýsing-

Smjörið slær í gegn

Smjörið slær í gegnNokkur söluaukning hefur verið á smjöri milli ára.  Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segir að auknar vinsældir smjörsins megi m.a. rekja til breyttrar umræðu um smjör, mikils áhuga á bakstri og matargerð og fjölgunar ferðamanna sem gera vel við sig í mat.

Greint var frá því í gær að þau tímamót hefðu orðið í íslenskri mjólkurframleiðslu að sala á fitugrunni væri orðin meiri en sala á próteingrunni. Sú hafi ekki verið raunin í áratugi. „Þetta þýðir á mannamáli að við erum að borða meira smjör,“ segir Einar en söluaukningin nemur um 14%. „Það hefur verið umframframleiðsla á smjöri úr þeirri mjólk sem kemur fyrir innanlandsmarkað en það er ekki lengur. Vinsældir smjörsins hafa stóraukist á undanförnum árum. Við tengjum það meðal annars breyttri umræðu um smjör, um heilsufarsleg áhrif þess, en það er líka mjög mikil aukning í notkun smjörs í matargerð og í bakstri.“

Einar segir að um sé að ræða ánægjulega þróun sem staðfesti gæði vörunnar. „Við sjáum áberandi aukningu í tengslum við ferðaþjónustu. Erlendir ferðamenn sem koma hingað kunna vel að meta fisk sem er steiktur úr smjöri og svo auðvitað smjör í öllum öðrum mögulegum útfærslum.“

Ekki til þess fallið að auka heilbrigði þjóðarinnar

Embætti landlæknis, ásamt Matvælastofnun og Rannsóknastofu í næringarfræði, gerir reglulega kannanir á mataræði Íslendinga en sú nýjasta er frá 2010-2011. Leiddi hún í ljós að smjörneysla hafði ekki aukist frá könnuninni sem gerð var þar á undan, árið 2002. Hólmfríður Þorgeirsdóttir, næringarfræðingur og verkefnisstjóri hjá embætti landlæknis, segir að breytt umræða um smjör hafi vissulega verið áberandi undanfarin ár en niðurstöður rannsókna á sambandi mataræðis og heilsu sýni að æskilegt sé að skipta út mettaðri fitu, sem er t.d. í smjöri, fyrir ómettaða fitu, t.d. í olíum. Það dragi úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum. Aukin smjörneysla virðist því ekki í miklu samræmi við aukna heilsuvitund landsmanna. „Þetta eru ekki alveg réttu heilsuskilaboðin sem fólk er að fara eftir.“ Þetta kemur fram í nýjum norrænum næringarráðleggingum sem má skoða hér.

Kúrar sem leggja áherslu á lágt kolvetnainnihald og hærra hlutfall fitu í mat hafa reglulega náð vinsældum. Heyrist þá jafnvel af fólki sem drekkur rjóma í morgunmat. „Við mælum ekki með lágkolvetnamataræði til að auka heilbrigði þjóðarinnar en það gæti ef til vill hentað einhverjum einstaklingum,“ segir Hólmfríður að lokum.

mbl.is 22.06.2013

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-