-Auglýsing-

Skilningsleysi ráðamanna á vanda Landspítalans

LandspítaliLæknaráð Landspítala lýsir yfir furðu sinni á skilningsleysi ráðamanna á vanda Landspítalans. Það skorar á Alþingi að endurskoða fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2015 og tryggja spítalanum nauðsynlega fjárveitingu.

Læknaráð Landspítalans hittist á fundi í hádeginu í dag og sendi frá sér ályktun í lok fundarins. Þar kemur fram að ráðið, framkvæmdastjórn spítalans og önnur fagfélög lækna hafi ítrekað bent á að staðan á Landspítala eftir langvinnt fjársvelti sé algjörlega óásættanleg.

„Við vorum nú tiltölulega vongóð eftir kosningar í vor að nú væri komin ný stjórn með nýjan anda og nú ætti að setja heilbrigðismálin í forgang og þar af leiðandi Landspítalann sem er hornsteinn heilbrigðisþjónustunnar á íslandi. Þannig að sjá fjárlagafrumvarpið núna fyrir næsta ár sem ekki gerir ráð fyrir neinni stóraukinni innspýtingu inní heilbrigðiskerfið og fyrir Landspítalann, eins og við vorum að vonast eftir, voru nátturlega gríðarleg vonbrigði fyrir okkur á spítalanum,“ segir Anna Gunnarsdóttir formaður læknaráðs Landspítalans.

Læknaráðið furðar sig á skilningsleysi ráðamanna þjóðarinnar. Aðbúnaður sjúklinga á spítalanum sé óásættanlegur, eðlilegu viðhaldi og endurnýjun á tækjabúnaði sé ábótavant, viðhaldi á húsnæði spítalans hafi ekki verið sinnt og atgervisflótti lækna frá spítalanum sé raunveruleiki.

Skora á Alþingi að setja spítalann í forgang

„Þessi ályktun okkar er enn á ný áskorun á Alþingi að setja heilbrigðismál í forgang að setja Landspítalann í forgang við þurfum að fá virkilega sterka og góða innspýtingu inn í þennan málaflokk þannig að lyfta þessu upp á hærra plan. Við getum ekki endalaust hlaupið hraðar við getum ekki endalaust komið heim úr sumarfríum og hjálpað til á spítlanaum. Það verður nátturlega til þess að við þurfum einhverstaðar að forgangsraða og velja úr hvaða verkefni við ætlum að sjá um á spítalanum og á Íslandi og hvað við höfum ekki mannafla til að gera.“

- Auglýsing-

Af vef RÚV

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-