-Auglýsing-

Sjúkraflutningar hafa gengið vel eftir breytingar

Landlæknir segir að sjúkraflutningar og viðbrögð við bráðavanda á höfuðborgarsvæðinu hafi gengið vel á þeim tæpu tveimur mánuðum síðan hætt var að hafa lækni í áhöfn neyðarbíls.

Í frétt á vef Landlæknisembættisins kemur fram að læknir hafi verið kallaður út að meðaltali einu sinni á sólarhring en snúið við áður en komið var á útkallsstað í um helmingi þeirra tilvika á þessum tíma. Landlæknir segir að vel sé fylgst með ferli og árangri flutninga á hverjum degi og sérstök úttekt verði gerð innan tíðar á fyrstu vikum og mánuðum eftir breytingarnar.

-Auglýsing-

Sú nýbreytni að hætta að hafa fasta lækna á neyðarbílum og hafa þá í staðinn á slysa- og bráðadeild Landspítalans í Fossvogi var gagnrýnd í aðdraganda breytinganna janúar. Landlæknir segist hafa stutt þessar breytingar og faglegar forsendur þeirra enda yrði ekki séð að öryggi sjúklinga yrði ekki stefnt í hættu.

„Árangur endurlífgana utan sjúkrahúsa á Íslandi hefur verið góður og má rekja það til margra þátta, þ.á.m. stutts flutningstíma, nýjunga við meðferð endurlífgaðra einstaklinga (kæling), góðrar þjálfunar áhafna neyðarbíls, þ.á.m. læknanna, en einnig bráðatækna sem á bílnum hafa starfað. Engin fagleg rök eru fyrir því að þessi umrædda ákvörðun leiði til dauðsfalla á höfuðborgarsvæðinu sem annars hefðu ekki orðið. Miklu máli skiptir einnig að því sé vel til haga haldið,” segir landlæknir.

www.visir.is 07.03.2008 

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-