-Auglýsing-

Sjúkraflutningamönnum og sjúklingum stefnt í hættu

Víða á landinu eru sjúkraflutningabílar mannaðir með einungis einum sjúkraflutningamanni. Stjórn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna sendi frá sér ályktun vegna málsins nú undir kvöld þar sem varað er við þeim hugmyndum heilbrigðisstofnana að spara rekstrarkostnað með því að skerða þjónustu við sjúkraflutninga á landsbyggðinni. Til að tryggja öryggi sjúklinga og sjúkraflutningamanna megi ekki víkja frá þeirri lágmarkskröfu að ávallt séu tveir sjúkraflutningamenn í hverjum flutningi.

Sjúkraflutningar munu aukast með fækkun heilbrigðisstofnana


Sveinbjörn Berentsson, hjá Landssambandi slökkviliðs og sjúkraflutningamanna, segir að nefna megi Borgarnes, Ólafsvík, Stykkishólm, Búðardal, Patreksfjörð sem dæmi um staði þar sem einungis einn maður er á hverjum sjúkrabíl. Nú sé rætt um þetta fyrirkomulag á Þórshöfn.

„Í þessum tillögum sem heilbrigðisráðherra var að leggja fram um þessa samþjöppun í umdæmunum, að þá óneitanlega koma til með að aukast sjúkraflutningar veikra og slasaðra og þá um lengri leið. Og þá er náttúrlega bara ólíðandi að það sé verið að senda bara einn mann sem á bæði að aka bílnum og sinna þeim sem er verið að aka í bílnum,” segir Sveinbjörn.

Hann segir að það geti stefnt bæði sjúkraflutningamönnum og sjúklingum í voða að hafa einungis einn mann í bíl. „Það nægir ekkert í ófærð að vera einn. Svo ertu kannski fastur í skafli og þá þarftu kannski að losa bílinn og sinna einstaklingi á sama tíma,” segir Sveinbjörn.

Sjúkraflutningur tók sjö klukkustundir

Sveinbjörn segir að Landssambandið hafi barist um árabil fyrir því að bætt yrði úr þessu fyrirkomulagi og að Landlæknir hafi beint þeim tilmælum að ávallt skyldu tveir sjúkraflutningamenn vera í hverjum bíl. Þá hafi heilbrigðisráðherra sagt í júlí árið 2007 að hann greiddi fyrir tvo sjúkraflutningamenn. „En svo virðist vera að einhverjar heilbrigðisstofnanir séu að nýta peninginn til annars en þessa,” segir Sveinbjörn.

Sveinbjörn segir dæmi um að það hafi tekið sjö klukkustundir að flytja sjúkling frá Þórshöfn til sjúkrahússins á Akureyri vegna þess að sjúkraflutningamaður hafi þurft að stöðva bílinn svo oft til að sinna fárveikum sjúklingi.

- Auglýsing-

www.visir.is 08.01.2009

-Auglýsing-
-Auglýsing-
Björn Ófeigsson
Björn Ófeigsson
Björn er ritstjóri og ábyrgðarmaður hjartalif.is með brennandi áhuga á hjartans málefnum auk þess að vera sjálfur hjartabilaður og með gangráð/bjargráð.

Tengt efni

-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
Auglýsing
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-
-Auglýsing-